Al­menn­ing­ur á að geta treyst því að ráðamenn fari með vald sitt af ábyrgð og í sam­ræmi við hags­muni þjóðar. End­ur­tekn­ar frétt­ir af fram­ferði for­ystu­fólks í 100 daga rík­is­stjórn gefa hins veg­ar til­efni til að álykta að ekki sé rétt haldið á mál­um
Fundur Um 200 manns mættu til miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins um helgina. Staðan var greind og stefnan til næstu framtíðar mótuð.
Fund­ur Um 200 manns mættu til miðstjórn­ar­fund­ar Fram­sókn­ar­flokks­ins um helg­ina. Staðan var greind og stefn­an til næstu framtíðar mótuð. — Morg­un­blaðið/Þ​or­geir Bald­urs­son

Sig­urður Bogi Sæv­ars­son

sbs@mbl.is

Al­menn­ing­ur á að geta treyst því að ráðamenn fari með vald sitt af ábyrgð og í sam­ræmi við hags­muni þjóðar. End­ur­tekn­ar frétt­ir af fram­ferði for­ystu­fólks í 100 daga rík­is­stjórn gefa hins veg­ar til­efni til að álykta að ekki sé rétt haldið á mál­um. Þetta sagði Sig­urður Ingi Jó­hanns­son formaður Fram­sókn­ar á miðstjórn­ar­fundi flokks­ins sem hald­inn var um helg­ina. Þar fór fólk í for­ystu­sveit flokks­ins yfir stjórn­málaviðhorf­in og verk­efni næstu framtíðar.

Sorg­ar­ferli fylgdi úr­slit­um

„Það er eng­in laun­ung að úr­slit síðustu kosn­inga voru okk­ur erfið. Mörg okk­ar upp­lifðu sorg­ar­ferli. Við meg­um hins veg­ar ekki láta það slá okk­ur út af lag­inu,“ sagði Sig­urður Ingi í ræðu sinni og boðar nýja sókn Fram­sókn­ar­flokks­ins. Upp­lýst og fræðandi umræða verði þar í aðal­hlut­verki. Sjálf­ur seg­ist formaður­inn hafa metnað og vilja til að

...