
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Almenningur á að geta treyst því að ráðamenn fari með vald sitt af ábyrgð og í samræmi við hagsmuni þjóðar. Endurteknar fréttir af framferði forystufólks í 100 daga ríkisstjórn gefa hins vegar tilefni til að álykta að ekki sé rétt haldið á málum. Þetta sagði Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar á miðstjórnarfundi flokksins sem haldinn var um helgina. Þar fór fólk í forystusveit flokksins yfir stjórnmálaviðhorfin og verkefni næstu framtíðar.
Sorgarferli fylgdi úrslitum
„Það er engin launung að úrslit síðustu kosninga voru okkur erfið. Mörg okkar upplifðu sorgarferli. Við megum hins vegar ekki láta það slá okkur út af laginu,“ sagði Sigurður Ingi í ræðu sinni og boðar nýja sókn Framsóknarflokksins. Upplýst og fræðandi umræða verði þar í aðalhlutverki. Sjálfur segist formaðurinn hafa metnað og vilja til að
...