Full­trú­ar Banda­ríkj­anna og Úkraínu komu sam­an til fund­ar í Sádi-Ar­ab­íu í gær, til viðræðna um ein­hvers kon­ar vopna­hlé í varn­ar­stríði Úkraínu­manna gegn Rúss­um. Í Washingt­on segj­ast menn von­ast eft­ir „raun­veru­leg­um fram­förum“ á meðan í…
Loftárás Eldur logar í íbúðablokk í einu hverfi Kænugarðs. Áttræð kona brann þar lifandi.
Loft­árás Eld­ur log­ar í íbúðablokk í einu hverfi Kænug­arðs. Áttræð kona brann þar lif­andi. — Ljós­mynd/​Bráðalið Úkraínu

Skúli Hall­dórs­son

sh@mbl.is

Full­trú­ar Banda­ríkj­anna og Úkraínu komu sam­an til fund­ar í Sádi-Ar­ab­íu í gær, til viðræðna um ein­hvers kon­ar vopna­hlé í varn­ar­stríði Úkraínu­manna gegn Rúss­um. Í Washingt­on segj­ast menn von­ast eft­ir „raun­veru­leg­um fram­förum“ á meðan í Kreml er varað við „erfiðum samn­ingaviðræðum“ og langri leið til friðar.

For­set­inn Don­ald Trump virðist vilja binda snögg­an enda á stríðið og von­ast til að viðræðurn­ar í Ríad, þar sem Banda­ríkja­menn ræða við sendi­nefnd­ir Úkraínu og Rúss­lands hvora í sínu lagi, komi af stað ein­hverj­um straum­hvörf­um.

Í fyrstu áttu viðræðurn­ar að eiga sér stað sam­hliða, þar sem Banda­ríkja­menn myndu bók­staf­lega ganga á milli sendi­nefnd­anna, en úr varð að þær verða hvor­ar á eft­ir öðrum.

...