Gjöld Í verksmiðju Porsche. Framleiðendur eru í kapphlaupi við tímann.
Gjöld Í verk­smiðju Porsche. Fram­leiðend­ur eru í kapp­hlaupi við tím­ann. — AFP/​Silas Stein

Skipa­flutn­inga­fé­lög segja flutn­ing á bíl­um frá Evr­ópu- og Asíu­markaði til Banda­ríkj­anna hafa auk­ist mjög. Erfiðlega geng­ur að anna eft­ir­spurn enda bíla­flutn­inga­skip ekki á hverju strái en FT grein­ir frá að um þess­ar mund­ir ber­ist nokkr­um þúsund­um fleiri bíl­ar en venju­lega til banda­rískra hafna.

Eins og fjöl­miðlar hafa greint frá er út­lit fyr­ir að 2. apríl næst­kom­andi muni Banda­rík­in hækka skarp­lega tolla á helstu viðskiptaþjóðir sín­ar og ligg­ur fram­leiðend­um á að fá sem flest­ar bif­reiðar tollaf­greidd­ar áður en hækk­un­in tek­ur gildi.

Fjöldi bif­reiða sem send­ar voru frá Evr­ópu til Banda­ríkj­anna í fe­brú­ar jókst um 22% frá sama tíma­bili í fyrra. Bíl­um frá Suður-Kór­eu fjölgaði um 15% og frá Jap­an um 14%. ai@mbl.is