Slóvakía Hafdís Renötudóttir varði 17 skot í marki Vals í naumu tapi.
Slóvakía Haf­dís Renötu­dótt­ir varði 17 skot í marki Vals í naumu tapi. — Morg­un­blaðið/​Eyþór

Val­ur mátti þola 25:23-tap fyr­ir Michalovce frá Slóvakíu í fyrri leik liðanna í undanúr­slit­um Evr­ópu­bik­ars kvenna í hand­knatt­leik ytra í gær. Staðan er því prýðileg fyr­ir síðari leik liðanna sem fer fram á Hlíðar­enda næst­kom­andi sunnu­dag.

Haf­dís Renötu­dótt­ir átti stór­leik í marki Vals en hún varði 17 skot og var með 40,5 pró­sent markvörslu. Þórey Anna Ásgeirs­dótt­ir var marka­hæst í leikn­um en hún skoraði sjö mörk fyr­ir Val.