
Slóvakía Hafdís Renötudóttir varði 17 skot í marki Vals í naumu tapi.
— Morgunblaðið/Eyþór
Valur mátti þola 25:23-tap fyrir Michalovce frá Slóvakíu í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Evrópubikars kvenna í handknattleik ytra í gær. Staðan er því prýðileg fyrir síðari leik liðanna sem fer fram á Hlíðarenda næstkomandi sunnudag.
Hafdís Renötudóttir átti stórleik í marki Vals en hún varði 17 skot og var með 40,5 prósent markvörslu. Þórey Anna Ásgeirsdóttir var markahæst í leiknum en hún skoraði sjö mörk fyrir Val.