
Síðasta vika var ein af mörgum snúnum fyrir ríkisstjórnina sem nú hefur verið við völd í rúma þrjá mánuði.
Þegar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar, ein valkyrjanna, mætti til Bessastaða á ríkisráðsfund sagði hún daginn vera góðan.
Var hann það? Virkilega?
Þingmaður sem áður var talinn áhugalítill um að taka við ráðherraembætti hefur nú tekið við því sem losnaði.
Uppi eru réttmætar vangaveltur um með hvaða hætti forsætisráðherra höndlaði málið og ráðherrar hafa orðið tvísaga um tímalínu þess og það hvernig upplýsingar fóru á milli þeirra.
Í því samhengi er engin ástæða til að leggja minni trúnað á yfirlýsingu fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra en annarra sem reynt hafa að teikna tímalínuna
...