
„Það sem ég er að vitna í er náttúrulega það sem er að gerast í febrúar 2024, þá er verið að hleypa hundruðum manns inn á svæðið til að tæma hús og þetta var náttúrulega alveg fáránleg ákvörðun,“ segir Kjartan Þorbjörnsson, blaðaljósmyndari til áratuga og löngu greyptur í vitund þjóðarinnar sem Golli.
Kjartan vísar þarna til þess þegar aðgengi fjölmiðla að hamfaraslóðum i Grindavík var heft með tilskipun lögreglunnar á Suðurnesjum sem hann gagnrýndi Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóra harðlega fyrir í ávarpi sínu á árlegri sýningu Blaðaljósmyndarafélags Íslands á laugardaginn.
„Það var ekki verið að halda okkur í burtu út af einhverjum öryggismálum þarna, það þarf bara að tala um þetta og þetta hefur oft gerst, Súðavík náttúrulega besta dæmið um það,“ segir ljósmyndarinn sem man tímana tvenna í starfsgrein
...