„Það sem ég er að vitna í er nátt­úru­lega það sem er að ger­ast í fe­brú­ar 2024, þá er verið að hleypa hundruðum manns inn á svæðið til að tæma hús og þetta var nátt­úru­lega al­veg fá­rán­leg ákvörðun,“ seg­ir Kjart­an Þor­björns­son,…
Kjartan Þorbjörnsson
Kjart­an Þor­björns­son

„Það sem ég er að vitna í er nátt­úru­lega það sem er að ger­ast í fe­brú­ar 2024, þá er verið að hleypa hundruðum manns inn á svæðið til að tæma hús og þetta var nátt­úru­lega al­veg fá­rán­leg ákvörðun,“ seg­ir Kjart­an Þor­björns­son, blaðaljós­mynd­ari til ára­tuga og löngu greypt­ur í vit­und þjóðar­inn­ar sem Golli.

Kjart­an vís­ar þarna til þess þegar aðgengi fjöl­miðla að ham­fara­slóðum i Grinda­vík var heft með til­skip­un lög­regl­unn­ar á Suður­nesj­um sem hann gagn­rýndi Úlfar Lúðvíks­son lög­reglu­stjóra harðlega fyr­ir í ávarpi sínu á ár­legri sýn­ingu Blaðaljós­mynd­ara­fé­lags Íslands á laug­ar­dag­inn.

„Það var ekki verið að halda okk­ur í burtu út af ein­hverj­um ör­ygg­is­mál­um þarna, það þarf bara að tala um þetta og þetta hef­ur oft gerst, Súðavík nátt­úru­lega besta dæmið um það,“ seg­ir ljós­mynd­ar­inn sem man tím­ana tvenna í starfs­grein

...