Rekstrarfélag Kvikmyndaskóla Íslands er farið í gjaldþrotameðferð. Fundað var um framhald skólans í mennta- og barnamálaráðuneytinu og háskóla-, menningar- og nýsköpunarráðuneytinu í gær. Enn er beðið frekari upplýsinga um framtíð skólans

Hlín Jóhannesdóttir
Birta Hannesdóttir
birta@mbl.is
Rekstrarfélag Kvikmyndaskóla Íslands er farið í gjaldþrotameðferð. Fundað var um framhald skólans í mennta- og barnamálaráðuneytinu og háskóla-, menningar- og nýsköpunarráðuneytinu í gær. Enn er beðið frekari upplýsinga um framtíð skólans.
Hlín Jóhannesdóttir, rektor Kvikmyndaskóla Íslands, sagði í tölvupósti til starfsmanna að um áfall væri að ræða. Taldi hún, þar til á sunnudag, að aldrei kæmi til þess að skólinn yrði gjaldþrota.
Fyrstu námskeið Kvikmyndaskólans voru haldin árið 1992. Skólastarfið var fært á háskólastig árið 2008.
Stofnandi skólans var Böðvar Bjarki Pétursson kvikmyndagerðarmaður.
Síðustu mánuði hafa staðið yfir viðræður á
...