— AFP/​Eyad Baba

Yfir 50 þúsund manns eru falln­ir í árás­um Ísra­els­manna í Palestínu, að sögn tals­manns heil­brigðisráðuneyt­is Ham­as. Þá eru yfir 113 þúsund manns særðir.

Erfitt er að sann­reyna upp­lýs­ing­ar um fallna og særða í átök­un­um. Sam­einuðu þjóðirn­ar segja töl­ur Ham­as þó mark­tæk­ar en því mót­mæla stjórn­völd í Ísra­el.

Alls bjuggu um 2,3 millj­ón­ir á svæðinu áður en hernaðaraðgerðir Ísra­els hóf­ust gegn víga­sveit­um Ham­as. Sé það rétt að 50 þúsund manns séu látn­ir, þá jafn­gild­ir það um 2,1% þjóðar­inn­ar.

Hlé var gert á árás­um um stund en þær hóf­ust aft­ur í síðustu viku. Seg­ir heil­brigðisráðuneyti Ham­as nærri 700 manns hafa lát­ist í árás­um Ísra­els­hers síðan þá.

Til hliðar eru tveir sjúkra­bíl­ar sem um helg­ina voru sprengd­ir á geymslu­svæði sjúkra­liða.