
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra rengdi í gær orð Ólafar Björnsdóttur um að hún hefði óskað fyllsta trúnaðar varðandi beiðni sína um fund með forsætisráðherra vegna Ásthildar Lóu Þórsdóttur, þáverandi mennta- og barnamálaráðherra.
Það gerði hún í ræðustól Alþingis við óundirbúnar fyrirspurnir í gær.
„Það er einfaldlega þannig að það kom engin ósk um trúnað inn í forsætisráðuneytið hvað varðar þetta mál,“ sagði Kristrún.
Þetta kom fram í svari við fyrirspurn Hildar Sverrisdóttur þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins, en hún spurði um viðtökurnar sem fyrrnefnd Ólöf, fyrrverandi tengdamóðir barnsföður Ásthildar, hefði fengið þegar hún óskaði áheyrnar „vegna viðkvæms máls og
...