Lucie Stefaniková náði frábærum árangri á Evrópumótinu í klassískum kraftlyftingum sem fram fór á Málaga á Spáni um nýliðna helgi. Lucie, sem verður þrítug á árinu, keppti í -76 kg flokki og fékk gullverðlaun í hnébeygju þegar hún lyfti 211 kg sem er jafnframt Evrópumet

Evrópumet Lucie Stefaniková byrjaði að lyfta lóðum í ræktinni árið 2018 áður en hún byrjaði í kraftlyftingum.
— Morgunblaðið/Óttar Geirsson
Kraftlyftingar
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Lucie Stefaniková náði frábærum árangri á Evrópumótinu í klassískum kraftlyftingum sem fram fór á Málaga á Spáni um nýliðna helgi.
Lucie, sem verður þrítug á árinu, keppti í -76 kg flokki og fékk gullverðlaun í hnébeygju þegar hún lyfti 211 kg sem er jafnframt Evrópumet. Í bekkpressunni lyfti hún 120 kg sem er hennar besti árangur í greininni. Í réttstöðulyftunni lyfti hún svo 232,5 kg og hafnaði að endingu í þriðja sæti í samanlögðum árangri.
„Ég er mjög ánægð, og líka þreytt, enda nýkomin heim til Íslands eftir langt ferðalag sem tók meira og minna alla nóttina,“ sagði Lucie í samtali við Morgunblaðið.
„Markmiðið
...