Árni Grétar Finnsson
Árni Grét­ar Finns­son

Árni Grét­ar Finns­son lög­fræðing­ur hef­ur verið ráðinn aðstoðarmaður Guðrún­ar Haf­steins­dótt­ur for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins. Hann starfaði áður sem aðstoðarmaður Guðrún­ar þegar hún gegndi embætti dóms­málaráðherra í síðustu rík­is­stjórn. Árni hef­ur gegnt ýms­um trúnaðar­störf­um inn­an Sjálf­stæðis­flokks­ins, m.a. sem formaður Stefn­is, fé­lags ungra sjálf­stæðismanna í Hafnar­f­irði. Hann hef­ur og setið í stjórn Orators og Stúd­entaráðs HÍ.