
Árni Grétar Finnsson
Árni Grétar Finnsson lögfræðingur hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Guðrúnar Hafsteinsdóttur formanns Sjálfstæðisflokksins. Hann starfaði áður sem aðstoðarmaður Guðrúnar þegar hún gegndi embætti dómsmálaráðherra í síðustu ríkisstjórn. Árni hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum innan Sjálfstæðisflokksins, m.a. sem formaður Stefnis, félags ungra sjálfstæðismanna í Hafnarfirði. Hann hefur og setið í stjórn Orators og Stúdentaráðs HÍ.