
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Allt bendir nú til að drónaárás Úkraínuhers á Engels-herflugvöll, sem finna má í suðurhluta Rússlands, u.þ.b. 500 kílómetra frá landamærunum, hafi grandað miklu magni af skotfærum og stýriflaugum. Árásin var gerð 20. mars sl. og var þriðja árás Úkraínu á völlinn á 10 vikna tímabili.
Hernaðarsérfræðingar segja flutningavélar rússneska flughersins hafa lent á vellinum með fjölda sprengja og skotfæra skömmu áður en Úkraína lét til skarar skríða. Sendingin átti að nýtast langdrægum sprengjuvélum af gerðunum Tupolev Tu-95, eða Birninum svonefnda, og Tupolev Tu-160, sem gjarnan gengur undir heitinu Hvíti svanurinn, í árásum sínum á skotmörk innan landamæra Úkraínu.
GUR frétti af sendingunni
Leyniþjónusta Úkraínu
...