Allt bend­ir nú til að dróna­árás Úkraínu­hers á Eng­els-herflug­völl, sem finna má í suður­hluta Rúss­lands, u.þ.b. 500 kíló­metra frá landa­mær­un­um, hafi grandað miklu magni af skot­fær­um og stýrif­laug­um. Árás­in var gerð 20
Geymslusvæðið Þessi loftmynd sýnir eyðileggingu á geymslusvæði Rússlandshers á Engels-flugvelli. Drónum var beitt gegn geymslunum.
Geymslu­svæðið Þessi loft­mynd sýn­ir eyðilegg­ingu á geymslu­svæði Rúss­lands­hers á Eng­els-flug­velli. Drón­um var beitt gegn geymsl­un­um. — AFP/​Max­ar

Kristján H. Johann­essen

khj@mbl.is

Allt bend­ir nú til að dróna­árás Úkraínu­hers á Eng­els-herflug­völl, sem finna má í suður­hluta Rúss­lands, u.þ.b. 500 kíló­metra frá landa­mær­un­um, hafi grandað miklu magni af skot­fær­um og stýrif­laug­um. Árás­in var gerð 20. mars sl. og var þriðja árás Úkraínu á völl­inn á 10 vikna tíma­bili.

Hernaðarsér­fræðing­ar segja flutn­inga­vél­ar rúss­neska flug­hers­ins hafa lent á vell­in­um með fjölda sprengja og skot­færa skömmu áður en Úkraína lét til skar­ar skríða. Send­ing­in átti að nýt­ast lang­dræg­um sprengju­vél­um af gerðunum Tupo­lev Tu-95, eða Birn­in­um svo­nefnda, og Tupo­lev Tu-160, sem gjarn­an geng­ur und­ir heit­inu Hvíti svan­ur­inn, í árás­um sín­um á skot­mörk inn­an landa­mæra Úkraínu.

GUR frétti af send­ing­unni

Leyniþjón­usta Úkraínu

...