Nátt­úru­ham­fara­trygg­ingu Íslands hafa borist alls um 20 til­kynn­ing­ar um tjón sem varð í flóðum þegar óveður gekk yfir Suðvest­ur­land í byrj­un þessa mánaðar, en ekki ligg­ur fyr­ir enn hvert fjár­tjónið varð
Flóð Verulegt tjón varð í húsi á Fiskislóð í Reykjavík þegar flæddi og stórgrýti barst inn í bygginguna.
Flóð Veru­legt tjón varð í húsi á Fiskislóð í Reykja­vík þegar flæddi og stór­grýti barst inn í bygg­ing­una. — Morg­un­blaðið/​Karítas

Ólaf­ur E. Jó­hanns­son

oej@mbl.is

Nátt­úru­ham­fara­trygg­ingu Íslands hafa borist alls um 20 til­kynn­ing­ar um tjón sem varð í flóðum þegar óveður gekk yfir Suðvest­ur­land í byrj­un þessa mánaðar, en ekki ligg­ur fyr­ir enn hvert fjár­tjónið varð. Þetta seg­ir Hulda Ragn­heiður Árna­dótt­ir for­stjóri Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing­ar í sam­tali við Morg­un­blaðið.

„Stærstu tjón­in urðu á Seltjarn­ar­nesi og á Granda, en þar urðu tvö hús hvað verst úti, eitt á hvor­um stað,“ seg­ir Hulda Ragn­heiður.

„Síðan erum við líka með til­kynn­ing­ar um tjón á tveim­ur hafn­ar­mann­virkj­um á Suður­nesj­um, annað í Reykja­nes­bæ og hitt í Vog­um,“ seg­ir hún og bæt­ir við að nokk­urt tjón hafi orðið á Akra­nesi.

Hulda Ragn­heiður seg­ir

...