Náttúruhamfaratryggingu Íslands hafa borist alls um 20 tilkynningar um tjón sem varð í flóðum þegar óveður gekk yfir Suðvesturland í byrjun þessa mánaðar, en ekki liggur fyrir enn hvert fjártjónið varð

Flóð Verulegt tjón varð í húsi á Fiskislóð í Reykjavík þegar flæddi og stórgrýti barst inn í bygginguna.
— Morgunblaðið/Karítas
Ólafur E. Jóhannsson
oej@mbl.is
Náttúruhamfaratryggingu Íslands hafa borist alls um 20 tilkynningar um tjón sem varð í flóðum þegar óveður gekk yfir Suðvesturland í byrjun þessa mánaðar, en ekki liggur fyrir enn hvert fjártjónið varð. Þetta segir Hulda Ragnheiður Árnadóttir forstjóri Náttúruhamfaratryggingar í samtali við Morgunblaðið.
„Stærstu tjónin urðu á Seltjarnarnesi og á Granda, en þar urðu tvö hús hvað verst úti, eitt á hvorum stað,“ segir Hulda Ragnheiður.
„Síðan erum við líka með tilkynningar um tjón á tveimur hafnarmannvirkjum á Suðurnesjum, annað í Reykjanesbæ og hitt í Vogum,“ segir hún og bætir við að nokkurt tjón hafi orðið á Akranesi.
Hulda Ragnheiður segir
...