Varnir Bjarni telur að hér gæti þróast verðmætur varnariðnaður.
Varn­ir Bjarni tel­ur að hér gæti þró­ast verðmæt­ur varn­ariðnaður. — Morg­un­blaðið/​Hall­ur Már

Bjarni Már Magnús­son, pró­fess­or við laga­deild Há­skól­ans á Bif­röst, gerði upp­bygg­ingu á ís­lensk­um varn­ariðnaði að um­fjöll­un­ar­efni í aðsendri grein sem bar yf­ir­skrift­ina „Öflug­ur varn­ariðnaður á Íslandi“ og birt­ist í Morg­un­blaðinu á dög­un­um.

Bjarni tel­ur að með mark­vissri stefnu og fjár­fest­ingu gæti Ísland orðið virk­ari þátt­tak­andi í varn­ar­tækni og jafn­framt aukið getu sína til að bregðast við ör­ygg­is­ógn­um og skapað efna­hags­legt verðmæti fyr­ir ís­lenskt sam­fé­lag.

Bjarni álít­ur aðspurður að fyrsta skrefið í upp­bygg­ingu á öfl­ug­um varn­ariðnaði hér á landi væri að skil­greina hvaða ís­lensk fyr­ir­tæki falli und­ir inn­lend­an varn­ariðnað. „Eins og staðan er í dag þá falla varn­ar­mál ekki und­ir neinn flokk inn­an at­vinnu­lífs­ins hér landi,“ seg­ir Bjarni í sam­tali við Morg­un­blaðið.

...