
Bjarni Már Magnússon, prófessor við lagadeild Háskólans á Bifröst, gerði uppbyggingu á íslenskum varnariðnaði að umfjöllunarefni í aðsendri grein sem bar yfirskriftina „Öflugur varnariðnaður á Íslandi“ og birtist í Morgunblaðinu á dögunum.
Bjarni telur að með markvissri stefnu og fjárfestingu gæti Ísland orðið virkari þátttakandi í varnartækni og jafnframt aukið getu sína til að bregðast við öryggisógnum og skapað efnahagslegt verðmæti fyrir íslenskt samfélag.
Bjarni álítur aðspurður að fyrsta skrefið í uppbyggingu á öflugum varnariðnaði hér á landi væri að skilgreina hvaða íslensk fyrirtæki falli undir innlendan varnariðnað. „Eins og staðan er í dag þá falla varnarmál ekki undir neinn flokk innan atvinnulífsins hér landi,“ segir Bjarni í samtali við Morgunblaðið.
...