Flug Mikil röskun varð á umferð um Heathrow sl. föstudag.
Flug Mik­il rösk­un varð á um­ferð um Heathrow sl. föstu­dag. — AFP/​Adri­an Denn­is

Orku­mála­stjóri Bret­lands, John Pettigrew, seg­ir Heathrow-flug­völl ekki hafa skort neitt raf­magn þegar ákveðið var síðastliðinn föstu­dag að fella þar niður allt flug í kjöl­far elds­voða í ná­lægri spennistöð. Vel hefði mátt halda vell­in­um gang­andi með eðli­leg­um hætti enda hægt að tryggja raf­magn til Heathrow í gegn­um tvær aðrar spennistöðvar. Það var hins veg­ar ákvörðun flug­vall­ar­rek­anda að stoppa um­ferð.

Heathrow er fjöl­farn­asti flug­völl­ur Bret­lands og því hafði sú ákvörðun að loka vell­in­um mikl­ar af­leiðing­ar fyr­ir þúsund­ir flug­f­arþega. Pettigrew seg­ir stjórn­end­ur Heathrow bera ábyrgð á því, þeir hafi vitað af öðrum spennistöðum en ekki viljað nýta sér þær. Var ástæðan sú að tækni­menn vall­ar­ins töldu að það tæki of lang­an tíma að tengja hinar stöðvarn­ar og fara í gegn­um nauðsyn­lega ör­ygg­is­út­tekt í kjöl­farið.

„Það skorti enga

...