
Orkumálastjóri Bretlands, John Pettigrew, segir Heathrow-flugvöll ekki hafa skort neitt rafmagn þegar ákveðið var síðastliðinn föstudag að fella þar niður allt flug í kjölfar eldsvoða í nálægri spennistöð. Vel hefði mátt halda vellinum gangandi með eðlilegum hætti enda hægt að tryggja rafmagn til Heathrow í gegnum tvær aðrar spennistöðvar. Það var hins vegar ákvörðun flugvallarrekanda að stoppa umferð.
Heathrow er fjölfarnasti flugvöllur Bretlands og því hafði sú ákvörðun að loka vellinum miklar afleiðingar fyrir þúsundir flugfarþega. Pettigrew segir stjórnendur Heathrow bera ábyrgð á því, þeir hafi vitað af öðrum spennistöðum en ekki viljað nýta sér þær. Var ástæðan sú að tæknimenn vallarins töldu að það tæki of langan tíma að tengja hinar stöðvarnar og fara í gegnum nauðsynlega öryggisúttekt í kjölfarið.
„Það skorti enga
...