Meðaltal markaðsleigu í ný­skráðum samn­ing­um í fe­brú­ar var 263 þúsund krón­ur og er óbreytt frá fyrri mánuði. Kem­ur þetta fram í nýrri mánaðar­skýrslu Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un­ar (HMS). Í skýrslu HMS kem­ur fram að á höfuðborg­ar­svæðinu hafi verið…
— Morg­un­blaðið/​Sig­urður Bogi

Meðaltal markaðsleigu í ný­skráðum samn­ing­um í fe­brú­ar var 263 þúsund krón­ur og er óbreytt frá fyrri mánuði. Kem­ur þetta fram í nýrri mánaðar­skýrslu Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un­ar (HMS).

Í skýrslu HMS kem­ur fram að á höfuðborg­ar­svæðinu hafi verið dýr­ast að leigja á Seltjarn­ar­nesi, þar sem meðalleiga var um 338 þúsund krón­ur, en ódýr­ast í Reykja­vík­ur­borg, þar sem meðal­verð var 274 þúsund krón­ur.

Sé hins veg­ar litið til leigu­verðs á hvern fer­metra er þessu öf­ugt farið þar sem meðal fer­metra­verð var hæst í Reykja­vík­ur­borg en lægst á Seltjarn­ar­nesi. Skýr­ing­in ligg­ur í því að alla jafna eru stærri íbúðir leigðar út á Seltjarn­ar­nesi sam­an­borið við í Reykja­vík.

Í ná­grenni höfuðborg­ar­svæðis­ins var markaðsleiga hæst í Suður­nesja­bæ, um 269 þúsund krón­ur, en lægst í Reykja­nes­bæ, um 245

...