Alþingi Elín Íris Fanndal kemur í stað Ásthildar Lóu á þingið.
Alþingi Elín Íris Fann­dal kem­ur í stað Ásthild­ar Lóu á þingið. — Morg­un­blaðið/​Karítas

Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir, þingmaður Flokks fólks­ins og fyrsti þingmaður Suður­kjör­dæm­is, mun ekki geta sinnt þing­störf­um á næst­unni. Þetta kom fram við upp­haf þing­fund­ar í gær sem hófst klukk­an 15.

Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir for­seti Alþing­is gerði grein frá fjar­veru Ásthild­ar Lóu við upp­haf fund­ar. Fyrsti varamaður Flokks fólks­ins í Suður­kjör­dæmi, Elín Íris Fann­dal, hleyp­ur í skarðið fyr­ir hana.

Eins og kunn­ugt er sagði Ásthild­ur Lóa af sér sem mennta- og barna­málaráðherra eft­ir að greint var frá því í fjöl­miðlum að hún hefði eign­ast barn með 16 ára ung­lings­pilti þegar hún var 23 ára.

Guðmund­ur Ingi Krist­ins­son, þing­flokks­formaður Flokks fólks­ins, tók við ráðherra­stóln­um af Ásthildi Lóu í gær.