— Morg­un­blaðið/​Eggert

Tals­vert er um að skipta þurfi um ljósastaura í Reykja­vík. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá borg­inni er skipt um u.þ.b. 250 ljósastaura á ári, ým­ist vegna þess að þeir eru orðnir gaml­ir og úr sér gengn­ir eða hafa orðið fyr­ir skemmd­um.

Ekki er óal­gengt að staur­arn­ir séu ekn­ir niður og hef­ur víða mátt sjá dæmi þess í vet­ur. Ástæður þess eru eðli máls­ins mis­jafn­ar, en vænt­an­lega eru slík óhöpp tíðari í hálku þegar bíl­ar skrika til af þeim sök­um.

Kostnaður við efni og vinnu við hvern staur er um það bil 350.000 krón­ur, en borg­in fær síðan hluta hans greidd­an til baka frá trygg­inga­fé­lög­um tjón­valda, þegar um slíkt tjón er að ræða. Útlagður kostnaður er því nær 90 millj­ón­ir á ári.