Kolbrún Baldursdóttir
Kol­brún Bald­urs­dótt­ir

Flokk­ur fólks­ins hef­ur verið sá flokk­ur sem hef­ur einna mest bar­ist fyr­ir vernd­un og vel­ferð dýra. Mat­væla­stofn­un gegn­ir eft­ir­liti með þess­um mála­flokki. Alloft birt­ast slá­andi fregn­ir og mynd­ir af dýr­aníði og gera má því skóna að það viðgang­ist meira en fólk held­ur. Á þess­ari stundu vit­um við auðvitað ekki neitt um hversu mörg dýr búa við óviðun­andi aðstæður.

Þeir sem ger­ast sek­ir um dýr­aníð fá í mesta lagi sekt ef tekst að sanna gjörðir þeirra þótt oft þurfi að af­lífa dýr eft­ir misþyrm­ing­ar eða slæm­an aðbúnað af hálfu eig­anda. Þetta er auðvitað með öllu óviðun­andi.

Nú hef­ur at­vinnu­vegaráðherra óskað eft­ir því við dóms­málaráðherra að kanna mögu­leik­ann á því að Neyðarlín­an taki við til­kynn­ing­um frá al­menn­ingi í gegn­um 112 þegar fólk verður vart við dýr í neyð. Það verði síðan Neyðarlín­unn­ar að vinna úr um­rædd­um til­kynn­ing­um og koma boðum til eft­ir­litsaðila.

...

Höf­und­ur: Kol­brún Bald­urs­dótt­ir