
Arnheiður Hjörleifsdóttir fæddist 25. mars 1975 í Reykjavík og bjó þar og á Hvolsvelli fyrsta árið.
„Fjölskyldan flutti til Hafnar í Hornafirði og var þar í nokkur ár, þar sem mamma vann á heilsugæslunni og pabbi við smíðar. Við fluttum á Akranes þegar ég var fimm ára og þar hófst skólagangan, en ég var í Brekkubæjarskóla á Akranesi og seinna í fjölbrautaskólanum þar.
Ég elskaði sveitina sem barn og unglingur og vann við sumarstörf í sveit, eftirminnilegasta dvölin er á Lundi í Lundarreykjadal en þar má segja að ég hafi lært að vinna. Einnig var lærdómsríkt að vinna í fiskvinnslu í Neskaupstað, kjötvinnslu SS á Hvolsvelli og við verslunarstörf í Einarsbúð á Akranesi. Allt mjög góðir vinnustaðir sem höfðu virkilega jákvæð áhrif á mig. Ég tók síðar landvarðarréttindi og vann nokkur sumur við þjóðgarðinn á Þingvöllum sem var einstaklega gefandi
...