Fjölskyldan Arnheiður, Einar Margeir Ágústsson, kærasti Guðbjargar, Guðbjörg Bjartey og Guðmundur stödd á Tenerife um síðustu áramót.
Fjöl­skyld­an Arn­heiður, Ein­ar Mar­geir Ágústs­son, kær­asti Guðbjarg­ar, Guðbjörg Bjart­ey og Guðmund­ur stödd á Teneri­fe um síðustu ára­mót.

Arn­heiður Hjör­leifs­dótt­ir fædd­ist 25. mars 1975 í Reykja­vík og bjó þar og á Hvols­velli fyrsta árið.

„Fjöl­skyld­an flutti til Hafn­ar í Hornafirði og var þar í nokk­ur ár, þar sem mamma vann á heilsu­gæsl­unni og pabbi við smíðar. Við flutt­um á Akra­nes þegar ég var fimm ára og þar hófst skóla­gang­an, en ég var í Brekku­bæj­ar­skóla á Akra­nesi og seinna í fjöl­brauta­skól­an­um þar.

Ég elskaði sveit­ina sem barn og ung­ling­ur og vann við sum­arstörf í sveit, eft­ir­minni­leg­asta dvöl­in er á Lundi í Lund­ar­reykja­dal en þar má segja að ég hafi lært að vinna. Einnig var lær­dóms­ríkt að vinna í fisk­vinnslu í Nes­kaupstað, kjötvinnslu SS á Hvols­velli og við versl­un­ar­störf í Ein­ars­búð á Akra­nesi. Allt mjög góðir vinnustaðir sem höfðu virki­lega já­kvæð áhrif á mig. Ég tók síðar land­varðarrétt­indi og vann nokk­ur sum­ur við þjóðgarðinn á Þing­völl­um sem var ein­stak­lega gef­andi

...