
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Sjúkraflutningamenn í Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) hafa samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta í atkvæðagreiðslu boðun verkfalls við sjúkraflutninga hjá fjórum heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni. Eiga verkfallsaðgerðirnar að óbreyttu að hefjast 7. apríl.
Aðgerðirnar standa yfir á tilteknum dögum í aprílmánuði, mismunandi eftir stofnunum, og fara fram á heilbrigðisstofnunum Suðurlands, Vesturlands, Norðurlands og Austurlands.
Neyðarþjónustu verður sinnt en aðgerðirnar beinast að sjúkraflutningum sem flokkast undir F4, þ.e.a.s. almennum sjúkraflutningum þar sem ekki er um að ræða bráð veikindi eða slys, samkvæmt upplýsingum Bjarna Ingimarssonar formanns LSS.
...