Sjúkra­flutn­inga­menn í Lands­sam­bandi slökkviliðs- og sjúkra­flutn­inga­manna (LSS) hafa samþykkt með yf­ir­gnæf­andi meiri­hluta í at­kvæðagreiðslu boðun verk­falls við sjúkra­flutn­inga hjá fjór­um heil­brigðis­stofn­un­um á lands­byggðinni
Sjúkrabílar 83,3% til 97,6% samþykktu verkfallsboðun á fjórum stofnunum.
Sjúkra­bíl­ar 83,3% til 97,6% samþykktu verk­falls­boðun á fjór­um stofn­un­um. — Morg­un­blaðið/​Eggert

Ómar Friðriks­son

omfr@mbl.is

Sjúkra­flutn­inga­menn í Lands­sam­bandi slökkviliðs- og sjúkra­flutn­inga­manna (LSS) hafa samþykkt með yf­ir­gnæf­andi meiri­hluta í at­kvæðagreiðslu boðun verk­falls við sjúkra­flutn­inga hjá fjór­um heil­brigðis­stofn­un­um á lands­byggðinni. Eiga verk­fallsaðgerðirn­ar að óbreyttu að hefjast 7. apríl.

Aðgerðirn­ar standa yfir á til­tekn­um dög­um í apr­íl­mánuði, mis­mun­andi eft­ir stofn­un­um, og fara fram á heil­brigðis­stofn­un­um Suður­lands, Vest­ur­lands, Norður­lands og Aust­ur­lands.

Neyðarþjón­ustu verður sinnt en aðgerðirn­ar bein­ast að sjúkra­flutn­ing­um sem flokk­ast und­ir F4, þ.e.a.s. al­menn­um sjúkra­flutn­ing­um þar sem ekki er um að ræða bráð veik­indi eða slys, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Bjarna Ingimars­son­ar for­manns LSS.

...