„Ég tel rétt að borgin borgi þennan kostnað. Öskjuhlíðin og trén eru eign Reykjavíkurborgar og því ber borginni að sjá um trjáfellingarnar þar sem málið varðar þjóðaröryggi, þar sem er starfsemi flugvallarins

Óskar Bergsson
oskar@mbl.is
„Ég tel rétt að borgin borgi þennan kostnað. Öskjuhlíðin og trén eru eign Reykjavíkurborgar og því ber borginni að sjá um trjáfellingarnar þar sem málið varðar þjóðaröryggi, þar sem er starfsemi flugvallarins. Vandinn sem af þessu hefur stafað er sá að Reykjavíkurborg hefur ekki gætt að því að trén vaxi ekki upp í hindrunarflötinn,“ segir Eyjólfur Ármannsson samgönguráðherra spurður um hver eigi að bera kostnaðinn vegna trjáfellinganna í Öskjuhlíð.
Tekist á um kostnað
Hann segist ekkert hafa heyrt um að ríkið eigi að bera þennan kostnað og engar slíkar fjárkröfur borist ríkinu.
„Málið er til meðferðar hjá Samgöngustofu og ég er bjartsýnn á að þessu fari að
...