
Staðan kom upp í opnum flokki EM einstaklinga sem lýkur á morgun í Rúmeníu. Stórmeistarinn Vignir Vatnar Stefánsson (2.551) hafði hvítt gegn pólska alþjóðlega meistaranum Aleksöndru Maltsevskayu (2.376). 41. Hc8? hvítur hefði átt unnið tafl eftir 41. Hc7! Dd5+ 42. Kh2 Ke5 43. He7+ He6 44. Hxe6+. Aðrar leiðir fyrir svartan eftir 41. Hc7! hefðu ekki heldur dugað til að halda jafntefli. Eftir textaleikinn nær svartur hins vegar jafntefli þar eð hvítu mennirnir vinna ekki jafn vel saman og hvítur á ekki kost á að skáka kónginn með drottningunni á f7. 41. … De4+ 42. Kh2 exf2! 43. He8+ Kd5 44. Df7+ He6 45. Dxb7+ Kd4 46. Da7+ Kd3 47. Hxe6 f1=R+! 48. Kg1 Dxe6 49. Kxf1 De2+ og jafntefli samið enda þráskák óumflýjanleg. Að loknum sjö umferðum af 11 hafði Vignir 4 vinninga en Aleksandr Domalchuk- Jonasson (2.374) 3 1/2.