Staðan kom upp í opn­um flokki EM ein­stak­linga sem lýk­ur á morg­un í Rúm­en­íu. Stór­meist­ar­inn Vign­ir Vatn­ar Stef­áns­son (2.551) hafði hvítt gegn pólska alþjóðlega meist­ar­an­um Al­ek­söndru Maltsevskayu (2.376)
Hvítur á leik.
Hvít­ur á leik.

Staðan kom upp í opn­um flokki EM ein­stak­linga sem lýk­ur á morg­un í Rúm­en­íu. Stór­meist­ar­inn Vign­ir Vatn­ar Stef­áns­son (2.551) hafði hvítt gegn pólska alþjóðlega meist­ar­an­um Al­ek­söndru Maltsevskayu (2.376). 41. Hc8? hvít­ur hefði átt unnið tafl eft­ir 41. Hc7! Dd5+ 42. Kh2 Ke5 43. He7+ He6 44. Hxe6+. Aðrar leiðir fyr­ir svart­an eft­ir 41. Hc7! hefðu ekki held­ur dugað til að halda jafn­tefli. Eft­ir texta­leik­inn nær svart­ur hins veg­ar jafn­tefli þar eð hvítu menn­irn­ir vinna ekki jafn vel sam­an og hvít­ur á ekki kost á að skáka kóng­inn með drottn­ing­unni á f7. 41. … De4+ 42. Kh2 exf2! 43. He8+ Kd5 44. Df7+ He6 45. Dxb7+ Kd4 46. Da7+ Kd3 47. Hxe6 f1=R+! 48. Kg1 Dxe6 49. Kxf1 De2+ og jafn­tefli samið enda þrá­skák óumflýj­an­leg. Að lokn­um sjö um­ferðum af 11 hafði Vign­ir 4 vinn­inga en Al­eks­andr Dom­alchuk- Jonas­son (2.374) 3 1/​2.