
Svanur Guðmundsson
Á 19. öld jókst umfang hvalveiða verulega með tilkomu gufuskipa og sprengiskutla. Norðmenn og Bretar reistu hvalstöðvar við Ísland, Nýfundnaland og í Barentshafi sem olli mikilli fækkun stórhvala, eins og langreyðar og steypireyðar. Í kjölfarið minnkaði afrán hvala á uppsjávarfiski, einkum síld og loðnu. Uppsjávarstofnar stækkuðu verulega á fyrstu áratugum 20. aldar og síldargöngur við Ísland urðu sérlega umfangsmiklar á árunum 1930-1960. Loðnan var mikilvæg fæða fyrir þorskinn sem einnig dafnaði vel á þessum tíma.
Árið 1915 voru stórhvalaveiðar bannaðar á Íslandi vegna áhyggna sem byggðar voru á takmarkaðri þekkingu þess tíma. Það var trú margra að hvalir hjálpuðu til við að smala síld inn á grunnmið og að fækkun hvala gæti haft neikvæð áhrif á síldveiðar. Í dag er öllum ljóst að þetta var rangt og byggðist á vanþekkingu og
...