Fjölg­un hvala við Ísland hef­ur aukið afrán á nytja­fisk­um og tor­veldað end­ur­reisn bol­fisk­stofna. Útgerðin þarf að taka af skarið.
Svanur Guðmundsson
Svan­ur Guðmunds­son

Svan­ur Guðmunds­son

Á 19. öld jókst um­fang hval­veiða veru­lega með til­komu gufu­skipa og sprengiskutla. Norðmenn og Bret­ar reistu hval­stöðvar við Ísland, Ný­fundna­land og í Bar­ents­hafi sem olli mik­illi fækk­un stór­hvala, eins og langreyðar og steypireyðar. Í kjöl­farið minnkaði afrán hvala á upp­sjáv­ar­fiski, einkum síld og loðnu. Upp­sjáv­ar­stofn­ar stækkuðu veru­lega á fyrstu ára­tug­um 20. ald­ar og síld­ar­göng­ur við Ísland urðu sér­lega um­fangs­mikl­ar á ár­un­um 1930-1960. Loðnan var mik­il­væg fæða fyr­ir þorskinn sem einnig dafnaði vel á þess­um tíma.

Árið 1915 voru stór­hvala­veiðar bannaðar á Íslandi vegna áhyggna sem byggðar voru á tak­markaðri þekk­ingu þess tíma. Það var trú margra að hval­ir hjálpuðu til við að smala síld inn á grunn­mið og að fækk­un hvala gæti haft nei­kvæð áhrif á síld­veiðar. Í dag er öll­um ljóst að þetta var rangt og byggðist á vanþekk­ingu og

...