„Þetta er komið svo langt að það er erfitt að snúa við og ég held að stjórn­völd þurfi að koma að þessu ef það er raun­veru­leg­ur vilji til þess,“ seg­ir Arn­ar Þóris­son for­stjóri Líf­l­ands um um­mæli Hönnu Katrín­ar Friðriks­son…
Korngarðar Einu hveitiverksmiðju landsins verður lokað á næstunni.
Korn­g­arðar Einu hveiti­verk­smiðju lands­ins verður lokað á næst­unni. — Morg­un­blaðið/​sisi

Óskar Bergs­son

osk­ar@mbl.is

„Þetta er komið svo langt að það er erfitt að snúa við og ég held að stjórn­völd þurfi að koma að þessu ef það er raun­veru­leg­ur vilji til þess,“ seg­ir Arn­ar Þóris­son for­stjóri Líf­l­ands um um­mæli Hönnu Katrín­ar Friðriks­son at­vinnu­vegaráðherra að það sé mikið áhyggju­efni ef hveitifram­leiðslu verði hætt á Íslandi. Ráðherr­ann sagðist hafa rík­an vilja til þess að hveitifram­leiðslu yrði fram­haldið því það varðaði þjóðarör­yggi. Hún hvatti Korn­ax til að kæra ákvörðun heil­brigðis­eft­ir­lits­ins um að heim­ila ekki starfs­leyfi á Grund­ar­tanga.

Arn­ar seg­ir ekki ein­falt að snúa við og hann hafi ekki heyrt í ráðuneyt­inu annað en það sem fram kom í fjöl­miðlum um helg­ina.

„Við erum búin að fjár­festa og semja um breyt­ing­ar

...