
Auðjöfur Hótelkeðja í eigu Vincents Tans vill byggja í Skálafelli.
— AFP
Berjaya Hotels Iceland hf. hefur sent umsókn til Reykjavíkurborgar um mikla uppbyggingu hótelstarfsemi við rætur Skálafells. Er hótelkeðjan með áform um þrjú lúxushótel þar.
Berjaya Hotels er í eigu malasískrar hótelsamsteypu og rekur sjö hótel í Reykjavík og sex á landsbyggðinni. Stofnandi Berjaya Corporation er milljarðamæringurinn Vincent Tan, sem einnig á enska knattspyrnufélagið Cardiff City. » 6