Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur hefur samþykkt að hefja samtal við Vegagerðina um að setja upp nýja ljósastýrða gangbraut á Hringbraut. Henni er ætlaður staður við Sæmundargötu, nálægt háskólanum

Gatnamótin Sæmundargatan liggur að Hringbraut og handan götunnar sést Bjarkargata. Margir fara gangandi þarna yfir og er það talið valda hættu.
— Morgunblaðið/sisi
Baksvið
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur hefur samþykkt að hefja samtal við Vegagerðina um að setja upp nýja ljósastýrða gangbraut á Hringbraut.
Henni er ætlaður staður við Sæmundargötu, nálægt háskólanum. Rúmlega 100 metrum norðar á Hringbraut, við Þjóðminjasafnið, er gangbraut með ljósastýringu.
Mikil umferð er um Hringbraut alla daga, ekki síst á háannatíma, og langar bílaraðir geta myndast við gangbrautir og nálægt hringtorg, Melatorg. Frá torginu að Ánanaustum eru sex ljósastýrðar gangbrautir.
Við afgreiðslu málsins í ráðinu voru lögð fram margvísleg gögn. Þar má sjá að árið 2013 tók Reykjavíkurborg ákvörðun, í
...