Um­hverf­is- og skipu­lags­ráð Reykja­vík­ur hef­ur samþykkt að hefja sam­tal við Vega­gerðina um að setja upp nýja ljós­a­stýrða gang­braut á Hring­braut. Henni er ætlaður staður við Sæ­mund­ar­götu, ná­lægt há­skól­an­um
Gatnamótin Sæmundargatan liggur að Hringbraut og handan götunnar sést Bjarkargata. Margir fara gangandi þarna yfir og er það talið valda hættu.
Gatna­mót­in Sæ­mund­ar­gat­an ligg­ur að Hring­braut og hand­an göt­unn­ar sést Bjark­ar­gata. Marg­ir fara gang­andi þarna yfir og er það talið valda hættu. — Morg­un­blaðið/​sisi

Baksvið

Sig­trygg­ur Sig­tryggs­son

sisi@mbl.is

Um­hverf­is- og skipu­lags­ráð Reykja­vík­ur hef­ur samþykkt að hefja sam­tal við Vega­gerðina um að setja upp nýja ljós­a­stýrða gang­braut á Hring­braut.

Henni er ætlaður staður við Sæ­mund­ar­götu, ná­lægt há­skól­an­um. Rúm­lega 100 metr­um norðar á Hring­braut, við Þjóðminja­safnið, er gang­braut með ljós­a­stýr­ingu.

Mik­il um­ferð er um Hring­braut alla daga, ekki síst á há­anna­tíma, og lang­ar bíl­araðir geta mynd­ast við gang­braut­ir og ná­lægt hring­torg, Mela­torg. Frá torg­inu að Ánanaust­um eru sex ljós­a­stýrðar gang­braut­ir.

Við af­greiðslu máls­ins í ráðinu voru lögð fram marg­vís­leg gögn. Þar má sjá að árið 2013 tók Reykja­vík­ur­borg ákvörðun, í

...