Danski knatt­spyrnu­markvörður­inn William Tönn­ing er geng­inn til liðs við KA. William kem­ur til KA frá sænska fé­lag­inu Äng­el­holm, sem leik­ur í C-deild Svíþjóðar. William hef­ur spilað í Svíþjóð, Fær­eyj­um, Dan­mörku og Nýja-Sjálandi. KA-menn fengu markvörðinn Jon­ath­an Rasheed í fe­brú­ar en hann sleit hás­in á æf­ingu liðsins stuttu seinna og er frá út tíma­bilið. William kom inn á í sín­um fyrsta leik í tapi KA fyr­ir Þór í víta­keppni í gær.

Nóg var um að vera hjá Íslend­ing­um í 16-liða úr­slit­um Evr­ópu­deild­ar karla í hand­knatt­leik í gær­kvöldi. Gum­mers­bach, und­ir stjórn Guðjóns Vals Sig­urðsson­ar, vann Melsungen, 29:26, í fyrri leik liðanna í Gum­mers­bach. Elliði Snær Viðars­son skoraði þrjú mörk fyr­ir Gum­mers­bach en Teit­ur Örn Ein­ars­son var ekki með. Hjá Melsungen voru Ein­ar Örn Jóns­son og Arn­ar Freyr Arn­ars­son

...