
Danski knattspyrnumarkvörðurinn William Tönning er genginn til liðs við KA. William kemur til KA frá sænska félaginu Ängelholm, sem leikur í C-deild Svíþjóðar. William hefur spilað í Svíþjóð, Færeyjum, Danmörku og Nýja-Sjálandi. KA-menn fengu markvörðinn Jonathan Rasheed í febrúar en hann sleit hásin á æfingu liðsins stuttu seinna og er frá út tímabilið. William kom inn á í sínum fyrsta leik í tapi KA fyrir Þór í vítakeppni í gær.
Nóg var um að vera hjá Íslendingum í 16-liða úrslitum Evrópudeildar karla í handknattleik í gærkvöldi. Gummersbach, undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar, vann Melsungen, 29:26, í fyrri leik liðanna í Gummersbach. Elliði Snær Viðarsson skoraði þrjú mörk fyrir Gummersbach en Teitur Örn Einarsson var ekki með. Hjá Melsungen voru Einar Örn Jónsson og Arnar Freyr Arnarsson
...