
Sviðsljós
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Nokkrir af helstu ráðgjöfum og ráðherrum Trumps Bandaríkjaforseta deildu mikilvægum upplýsingum um loftárásir Bandaríkjamanna á Húta í Jemen í spjallhóp í snjallsímaforritinu Signal, án þess að gæta að því að blaðamanni hefði verið boðið í hópinn.
Jeffrey Goldberg, ritstjóri mánaðarritsins The Atlantic, greindi frá þessu í fyrrakvöld, en hann var sá sem embættismennirnir höfðu óvart með sér í spjallhópinn, sem bar heitið „Houthi PC Small Group“, en um var að ræða stýrihóp æðstu embættismanna í varnarmálum Bandaríkjanna. Svo virðist sem Mike Waltz þjóðaröryggisráðgjafi hafi verið sá sem bauð Goldberg í hópinn, en fáheyrt er að slíkur hópur ræði saman yfir spjallforrit.
Þar
...