Nokkr­ir af helstu ráðgjöf­um og ráðherr­um Trumps Banda­ríkja­for­seta deildu mik­il­væg­um upp­lýs­ing­um um loft­árás­ir Banda­ríkja­manna á Húta í Jemen í spjall­hóp í snjallsíma­for­rit­inu Signal, án þess að gæta að því að blaðamanni hefði verið boðið í hóp­inn
Signal Mike Waltz þjóðaröryggisráðgjafi, JD Vance varaforseti og Pete Hegseth varnarmálaráðherra voru m.a. í spjallhópnum þar sem yfirvofandi árásir Bandaríkjahers á Jemen voru ræddar í þaula að blaðamanni viðstöddum.
Signal Mike Waltz þjóðarör­ygg­is­ráðgjafi, JD Vance vara­for­seti og Pete Heg­seth varn­ar­málaráðherra voru m.a. í spjall­hópn­um þar sem yf­ir­vof­andi árás­ir Banda­ríkja­hers á Jemen voru rædd­ar í þaula að blaðamanni viðstödd­um. — AFP/​Andrew Harnik

Sviðsljós

Stefán Gunn­ar Sveins­son

sgs@mbl.is

Nokkr­ir af helstu ráðgjöf­um og ráðherr­um Trumps Banda­ríkja­for­seta deildu mik­il­væg­um upp­lýs­ing­um um loft­árás­ir Banda­ríkja­manna á Húta í Jemen í spjall­hóp í snjallsíma­for­rit­inu Signal, án þess að gæta að því að blaðamanni hefði verið boðið í hóp­inn.

Jef­frey Gold­berg, rit­stjóri mánaðarrits­ins The Atlantic, greindi frá þessu í fyrra­kvöld, en hann var sá sem emb­ætt­is­menn­irn­ir höfðu óvart með sér í spjall­hóp­inn, sem bar heitið „Hout­hi PC Small Group“, en um var að ræða stýri­hóp æðstu emb­ætt­is­manna í varn­ar­mál­um Banda­ríkj­anna. Svo virðist sem Mike Waltz þjóðarör­ygg­is­ráðgjafi hafi verið sá sem bauð Gold­berg í hóp­inn, en fá­heyrt er að slík­ur hóp­ur ræði sam­an yfir spjall­for­rit.

Þar

...