Þótt íslenska karlalandsliðið í fótbolta sé í miklum mótvindi um þessar mundir er óhætt að segja að frammistaða nýja landsliðsfyrirliðans, Orra Steins Óskarssonar, sé einn af jákvæðustu punktunum í leikjum þess á undanförnum mánuðum

Landsliðsmörk
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Þótt íslenska karlalandsliðið í fótbolta sé í miklum mótvindi um þessar mundir er óhætt að segja að frammistaða nýja landsliðsfyrirliðans, Orra Steins Óskarssonar, sé einn af jákvæðustu punktunum í leikjum þess á undanförnum mánuðum.
Orri hefur skorað sjö mörk í fyrstu sextán landsleikjum sínum og aðeins fjórir íslenskir landsliðsmenn í sögunni hafa verið fljótari að ná þeim markafjölda í landsleikjum.
Þar er Ríkharður Jónsson frá Akranesi fremstur í flokki en þegar hann skoraði öll fjögur mörk Íslands í sigrinum fræga á Svíum árið 1951 hafði hann skorað sex mörk í fyrstu fjórum landsleikjum sínum. Sjöunda markið kom í fimmta leiknum mánuði síðar, gegn
...