Þótt ís­lenska karla­landsliðið í fót­bolta sé í mikl­um mótvindi um þess­ar mund­ir er óhætt að segja að frammistaða nýja landsliðsfyr­irliðans, Orra Steins Óskars­son­ar, sé einn af já­kvæðustu punkt­un­um í leikj­um þess á und­an­förn­um mánuðum

Landsliðsmörk

Víðir Sig­urðsson

vs@mbl.is

Þótt ís­lenska karla­landsliðið í fót­bolta sé í mikl­um mótvindi um þess­ar mund­ir er óhætt að segja að frammistaða nýja landsliðsfyr­irliðans, Orra Steins Óskars­son­ar, sé einn af já­kvæðustu punkt­un­um í leikj­um þess á und­an­förn­um mánuðum.

Orri hef­ur skorað sjö mörk í fyrstu sex­tán lands­leikj­um sín­um og aðeins fjór­ir ís­lensk­ir landsliðsmenn í sög­unni hafa verið fljót­ari að ná þeim marka­fjölda í lands­leikj­um.

Þar er Rík­h­arður Jóns­son frá Akra­nesi fremst­ur í flokki en þegar hann skoraði öll fjög­ur mörk Íslands í sigr­in­um fræga á Sví­um árið 1951 hafði hann skorað sex mörk í fyrstu fjór­um lands­leikj­um sín­um. Sjö­unda markið kom í fimmta leikn­um mánuði síðar, gegn

...