
Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir, fyrrverandi skólastjóri Hússtjórnarskóla Reykjavíkur, fæddist 10. desember 1947 á Fosshólum í Holtum í Rangárvallasýslu. Hún lést á Háskólasjúkrahúsinu í Uppsölum í Svíþjóð 28. febrúar 2025, 77 ára að aldri.
Foreldrar Margrétar voru Ragnheiður Esther Einarsdóttir hárgreiðslumeistari, f. 31.10. 1916, d. 5.11. 2002, og Sigfús Sigurðsson, innkaupa- og verslunarstjóri Kaupfélags Árnesinga á Selfossi og síðar kaupfélagsstjóri í Stykkishólmi, f. 19.2. 1922, d. 21.8. 1999.
Systkini Margrétar eru Guðríður Sigfúsdóttir Haugen kaupmaður, f. 28.10. 1943, d. 29.11. 2019, eftirlifandi maki Tormod Haugen; Einar Sigfússon framkvæmdastjóri, f. 15.12. 1948, maki Anna Kristín Sigþórsdóttir; Dómhildur A. Sigfúsdóttir hússtjórnarkennari, f. 23.1. 1950; María K. Sigfúsdóttir fyrrverandi heilbrigðisstarfsmaður, f. 7.5. 1952,
...