Geir Ingi Geirs­son fædd­ist í Reykja­vík 1. júlí 1966. Hann lést á heim­ili sínu, Sól­túni 7 í Reykja­vík, 5. mars 2025.

For­eldr­ar hans voru Sigrún Þór­ar­ins­dótt­ir, f. 17. janú­ar 1932, d. 12. des­em­ber 2015, og Geir Þórðar­son mat­reiðslu­meist­ari, f. 24. sept­em­ber 1931, d. 30. janú­ar 2020. Bróðir Geirs Inga er Þór­ar­inn Örn, f. 31. maí 1952. Son­ur Þór­ar­ins er Guðmund­ur Geir, f. 19. júlí 1981.

Geir Ingi ólst upp í Sæviðar­sundi og starfaði lengst af sem mál­ari.

Útför Geirs Inga verður gerð frá Áskirkju í dag, 26. mars 2025, og hefst at­höfn­in klukk­an 13.

Það er okk­ur fé­lög­un­um mjög sárt að sjá á eft­ir Geir Inga æsku­vini okk­ar. Við bjugg­um all­ir sam­an í Sæviðar­sundi á bernsku­ár­un­um og kynnt­umst Geira þegar við vor­um all­ir að leika í polla­bux­um. Við vor­um

...