
Geir Ingi Geirsson fæddist í Reykjavík 1. júlí 1966. Hann lést á heimili sínu, Sóltúni 7 í Reykjavík, 5. mars 2025.
Foreldrar hans voru Sigrún Þórarinsdóttir, f. 17. janúar 1932, d. 12. desember 2015, og Geir Þórðarson matreiðslumeistari, f. 24. september 1931, d. 30. janúar 2020. Bróðir Geirs Inga er Þórarinn Örn, f. 31. maí 1952. Sonur Þórarins er Guðmundur Geir, f. 19. júlí 1981.
Geir Ingi ólst upp í Sæviðarsundi og starfaði lengst af sem málari.
Útför Geirs Inga verður gerð frá Áskirkju í dag, 26. mars 2025, og hefst athöfnin klukkan 13.
Það er okkur félögunum mjög sárt að sjá á eftir Geir Inga æskuvini okkar. Við bjuggum allir saman í Sæviðarsundi á bernskuárunum og kynntumst Geira þegar við vorum allir að leika í pollabuxum. Við vorum
...