
Ólafur E. Jóhannsson
oej@mbl.is
„Furðu sætir að íslensk stjórnvöld hafi um árabil ekki hirt um að afla nauðsynlegra upplýsinga um farþega og áhafnir einstakra evrópskra flugfélaga sem fljúga til og frá Íslandi frá öðru Schengen-ríki og innan þess svæðis sem Schengen-samstarfið tekur til. Lög standa til annars.“
Svo segir í umsögn lögreglustjórans á Suðurnesjum um frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um landamæri, lögreglulögum og tollalögum, en frumvarpið er nú til meðferðar í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis. Markmið frumvarpsins er m.a. að sjá til þess að yfirvöld fái allar nauðsynlegar upplýsingar um farþega og áhafnir frá flugfélögum og öðrum flytjendum, en misbrestur hefur verið á því, þar sem nokkur flugfélög hafa ekki afhent yfirvöldum farþegalista sína við komu hingað til lands.
...