„Furðu sæt­ir að ís­lensk stjórn­völd hafi um ára­bil ekki hirt um að afla nauðsyn­legra upp­lýs­inga um farþega og áhafn­ir ein­stakra evr­ópskra flug­fé­laga sem fljúga til og frá Íslandi frá öðru Schengen-ríki og inn­an þess svæðis sem Schengen-sam­starfið tek­ur til
Keflavíkurflugvöllur Skortur á farþegalistum veldur vandræðum.
Kefla­vík­ur­flug­völl­ur Skort­ur á farþegalist­um veld­ur vand­ræðum. — Morg­un­blaðið/Á​rni Sæ­berg

Ólaf­ur E. Jó­hanns­son

oej@mbl.is

„Furðu sæt­ir að ís­lensk stjórn­völd hafi um ára­bil ekki hirt um að afla nauðsyn­legra upp­lýs­inga um farþega og áhafn­ir ein­stakra evr­ópskra flug­fé­laga sem fljúga til og frá Íslandi frá öðru Schengen-ríki og inn­an þess svæðis sem Schengen-sam­starfið tek­ur til. Lög standa til ann­ars.“

Svo seg­ir í um­sögn lög­reglu­stjór­ans á Suður­nesj­um um frum­varp dóms­málaráðherra um breyt­ing­ar á lög­um um landa­mæri, lög­reglu­lög­um og tolla­lög­um, en frum­varpið er nú til meðferðar í alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd Alþing­is. Mark­mið frum­varps­ins er m.a. að sjá til þess að yf­ir­völd fái all­ar nauðsyn­leg­ar upp­lýs­ing­ar um farþega og áhafn­ir frá flug­fé­lög­um og öðrum flytj­end­um, en mis­brest­ur hef­ur verið á því, þar sem nokk­ur flug­fé­lög hafa ekki af­hent yf­ir­völd­um farþegalista sína við komu hingað til lands.

...