Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Félagsmenn Leiðsagnar, stéttarfélags leiðsögumanna, hafa samþykkt í atkvæðagreiðslu sameiningu félagsins við VR, stærsta stéttarfélag landsins. Sameiningin er háð samþykki beggja félaga og er tillaga um hana á dagskrá aðalfundar VR sem verður haldinn í kvöld.
Atkvæðagreiðslunni innan Leiðsagnar lauk í fyrradag og var niðurstaða hennar sú að 225 félagsmenn, eða 94,5% þeirra sem voru á kjörskrá, sögðu já en 11, eða 4,6%, sögðu nei. Tveir tóku ekki afstöðu. Á kjörskrá voru 1.046 félagsmenn og greiddu 238 atkvæði, eða 22,7% þeirra.
Halldór Kolbeins formaður Leiðsagnar segir að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar sýni mjög afgerandi afstöðu félagsmanna til sameiningar við VR. Nú sé beðið eftir niðurstöðu aðalfundar VR í kvöld áður en af formlegri
...