Fé­lags­menn Leiðsagn­ar, stétt­ar­fé­lags leiðsögu­manna, hafa samþykkt í at­kvæðagreiðslu sam­ein­ingu fé­lags­ins við VR, stærsta stétt­ar­fé­lag lands­ins. Sam­ein­ing­in er háð samþykki beggja fé­laga og er til­laga um hana á dag­skrá aðal­fund­ar VR sem verður hald­inn í kvöld

Ómar Friðriks­son

omfr@mbl.is

Fé­lags­menn Leiðsagn­ar, stétt­ar­fé­lags leiðsögu­manna, hafa samþykkt í at­kvæðagreiðslu sam­ein­ingu fé­lags­ins við VR, stærsta stétt­ar­fé­lag lands­ins. Sam­ein­ing­in er háð samþykki beggja fé­laga og er til­laga um hana á dag­skrá aðal­fund­ar VR sem verður hald­inn í kvöld.

At­kvæðagreiðslunni inn­an Leiðsagn­ar lauk í fyrra­dag og var niðurstaða henn­ar sú að 225 fé­lags­menn, eða 94,5% þeirra sem voru á kjör­skrá, sögðu já en 11, eða 4,6%, sögðu nei. Tveir tóku ekki af­stöðu. Á kjör­skrá voru 1.046 fé­lags­menn og greiddu 238 at­kvæði, eða 22,7% þeirra.

Hall­dór Kol­beins formaður Leiðsagn­ar seg­ir að niðurstaða at­kvæðagreiðslunn­ar sýni mjög af­ger­andi af­stöðu fé­lags­manna til sam­ein­ing­ar við VR. Nú sé beðið eft­ir niður­stöðu aðal­fund­ar VR í kvöld áður en af form­legri

...