
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra og Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra kynntu í gær breytingar á lögum um veiðigjöld. Lagt er til að breyting verði gerð á skráðu aflaverðmæti sem er til grundvallar útreikningum á álagningu þeirra, einkum í tilfelli norsk-íslenskrar síldar, kolmunna, þorsks og ýsu. Áætlar ríkisstjórnin að þessi breytta tilhögun skili tvöfalt meiri veiðigjöldum miðað við álagningu þeirra á síðasta ári.
Í tilfelli þorsks og ýsu er gert ráð fyrir að aðeins verði miðað við meðalverð hvers mánaðar á innlendum fiskmörkuðum yfir 12 mánaða tímabil, en ekki tekið tillit til verðs sem nýtt er við uppgjör við sjómenn í innri viðskiptum útgerða sem einnig reka vinnslur.
Uppsjávartegundum er
...