Hanna Katrín Friðriks­son at­vinnu­vegaráðherra og Daði Már Kristó­fers­son fjár­málaráðherra kynntu í gær breyt­ing­ar á lög­um um veiðigjöld. Lagt er til að breyt­ing verði gerð á skráðu afla­verðmæti sem er til grund­vall­ar út­reikn­ing­um á álagn­ingu þeirra,…
Hanna Katrín Friðriksson
Hanna Katrín Friðriks­son

Gunn­laug­ur Snær Ólafs­son

gso@mbl.is

Hanna Katrín Friðriks­son at­vinnu­vegaráðherra og Daði Már Kristó­fers­son fjár­málaráðherra kynntu í gær breyt­ing­ar á lög­um um veiðigjöld. Lagt er til að breyt­ing verði gerð á skráðu afla­verðmæti sem er til grund­vall­ar út­reikn­ing­um á álagn­ingu þeirra, einkum í til­felli norsk-ís­lenskr­ar síld­ar, kol­munna, þorsks og ýsu. Áætl­ar rík­is­stjórn­in að þessi breytta til­hög­un skili tvö­falt meiri veiðigjöld­um miðað við álagn­ingu þeirra á síðasta ári.

Í til­felli þorsks og ýsu er gert ráð fyr­ir að aðeins verði miðað við meðal­verð hvers mánaðar á inn­lend­um fisk­mörkuðum yfir 12 mánaða tíma­bil, en ekki tekið til­lit til verðs sem nýtt er við upp­gjör við sjó­menn í innri viðskipt­um út­gerða sem einnig reka vinnsl­ur.

Upp­sjáv­ar­teg­und­um er

...