Knatt­spyrnu­kon­an efni­lega Ísa­bella Sara Tryggva­dótt­ir geng­ur á næstu dög­um til liðs við sænsku meist­ar­ana Rosengård, sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins. Rosengård kaup­ir hana af Val en Ísa­bella, sem er 18 ára og kom á Hlíðar­enda frá KR fyr­ir tveim­ur…
Rosengård Ísabella Sara Tryggvadóttir er á leið í sigursælt félag.
Rosengård Ísa­bella Sara Tryggva­dótt­ir er á leið í sig­ur­sælt fé­lag. — Morg­un­blaðið/Ó​laf­ur Brink

Knatt­spyrnu­kon­an efni­lega Ísa­bella Sara Tryggva­dótt­ir geng­ur á næstu dög­um til liðs við sænsku meist­ar­ana Rosengård, sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins. Rosengård kaup­ir hana af Val en Ísa­bella, sem er 18 ára og kom á Hlíðar­enda frá KR fyr­ir tveim­ur árum, samdi fyr­ir skömmu við Val á ný til fjög­urra ára. Hún hef­ur þegar leikið 58 leiki í efstu deild og skorað 11 mörk og leikið 42 leiki með yngri landsliðum Íslands.