Knattspyrnukonan efnilega Ísabella Sara Tryggvadóttir gengur á næstu dögum til liðs við sænsku meistarana Rosengård, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Rosengård kaupir hana af Val en Ísabella, sem er 18 ára og kom á Hlíðarenda frá KR fyrir tveimur…

Rosengård Ísabella Sara Tryggvadóttir er á leið í sigursælt félag.
— Morgunblaðið/Ólafur Brink
Knattspyrnukonan efnilega Ísabella Sara Tryggvadóttir gengur á næstu dögum til liðs við sænsku meistarana Rosengård, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Rosengård kaupir hana af Val en Ísabella, sem er 18 ára og kom á Hlíðarenda frá KR fyrir tveimur árum, samdi fyrir skömmu við Val á ný til fjögurra ára. Hún hefur þegar leikið 58 leiki í efstu deild og skorað 11 mörk og leikið 42 leiki með yngri landsliðum Íslands.