Jó­hanna Lín­dal fædd­ist 6. des­em­ber 1942. Hún lést 6. mars 2025.

Útför Jó­hönnu fór fram 17. mars 2025.

Jó­hanna Lín­dal frænka er dáin. Ég votta öll­um ætt­ingj­um okk­ar samúð mína. Það er hugg­un harmi gegn að hún náði þó níræðis­aldri. Og við get­um glaðst yfir að stærstu atriðin í lífi henn­ar virðast hafa gengið vel!

Ég hef staðið fyr­ir mörg­um ætt­ar­sam­kom­um síðustu árin, og þetta frænd­fólk hef­ur verið dug­legt við að mæta; þetta fólk af Holt­astaða-ætt­inni, ásamt hinni Lín­dal-ætt­inni: Lækja­mót­sætt­inni. Von­ast ég nú til að enn muni syrgj­end­ur okk­ar koma áfram þar sam­an.

Ég vil nú kveðja Jó­hönnu með eft­ir­far­andi kafla úr einu ljóða minna; sem heit­ir: Fram­hjá­ferð kyn­slóðanna; en það hefst með þess­um orðum:

Horf­andi

...