Íslenska 21 árs landsliðið í karlaflokki í knattspyrnu vann í gær stórsigur á Skotum, 6:1, í vináttulandsleik í Murcia á Spáni en staðan var 3:0 í hálfleik. Benoný Breki Andrésson var með tvö mörk og stoðsendingu, Haukur Andri Haraldsson skoraði…

Drjúgur Benoný Breki Andrésson var með tvö mörk og stoðsendingu.
— Ljósmynd/Stockport
Íslenska 21 árs landsliðið í karlaflokki í knattspyrnu vann í gær stórsigur á Skotum, 6:1, í vináttulandsleik í Murcia á Spáni en staðan var 3:0 í hálfleik. Benoný Breki Andrésson var með tvö mörk og stoðsendingu, Haukur Andri Haraldsson skoraði eitt mark og lagði upp tvö, Jóhannes Kristinn Bjarnason var með mark og stoðsendingu og þeir Eggert Aron Guðmundsson og Hilmir Rafn Mikaelsson skoruðu sitt markið hvor.