Fjar­skipta­fé­lög­in hér á landi stöðva í hverj­um mánuði mik­inn fjölda svikasím­tala og svika­smá­skila­boða í síma (SMS og MMS). Á sex mánaða tíma­bili á sein­asta ári stöðvaði hvert fjar­skipta­fyr­ir­tæki hér á landi um það bil 100.000 til 150.000 svika­smá­skila­boð í síma

Ómar Friðriks­son

omfr@mbl.is

Fjar­skipta­fé­lög­in hér á landi stöðva í hverj­um mánuði mik­inn fjölda svikasím­tala og svika­smá­skila­boða í síma (SMS og MMS). Á sex mánaða tíma­bili á sein­asta ári stöðvaði hvert fjar­skipta­fyr­ir­tæki hér á landi um það bil 100.000 til 150.000 svika­smá­skila­boð í síma. Því til viðbót­ar eru í hverj­um mánuði stöðvaðar til­raun­ir til að senda svika­skeyti fram hjá viður­kennd­um lúkn­ing­ar­leiðum fjar­skipta­fé­lag­anna.

Þetta kem­ur fram í nýrri sam­an­tekt Fjar­skipta­stofu um svik í fjar­skipt­um. Hún er gef­in út í opnu sam­ráði sem Fjar­skipta­stofa hef­ur efnt til um til­lög­ur um sam­ræmd­ar aðgerðir gegn svik­a­starf­semi með óum­beðnum sím­töl­um og smá­skila­boðum sem beint er að sím­not­end­um svo fækka megi mögu­leik­um óprútt­inna aðila til að svíkja fé af eða blekkja al­menn­ing hér á landi.

...