Rétt­ar­höld yfir franska stór­leik­ar­an­um Ger­ard Dep­ar­dieu, sem ákærður er fyr­ir kyn­ferðis­brot gegn tveim­ur kon­um við tök­ur á kvik­mynd árið 2021, hóf­ust á mánu­dag­inn. AFP grein­ir frá og seg­ir leik­ar­ann hafa sagt fyr­ir rétti í Par­ís í gær að hann væri…
Gerard Depardieu
Ger­ard Dep­ar­dieu

Rétt­ar­höld yfir franska stór­leik­ar­an­um Ger­ard Dep­ar­dieu, sem ákærður er fyr­ir kyn­ferðis­brot gegn tveim­ur kon­um við tök­ur á kvik­mynd árið 2021, hóf­ust á mánu­dag­inn. AFP grein­ir frá og seg­ir leik­ar­ann hafa sagt fyr­ir rétti í Par­ís í gær að hann væri ekki van­ur að þrífa í kon­ur.

„Ég sé ekki hvers vegna ég ætti að fara að þreifa á rassi og brjóst­um konu. Ég er ekki ein­hver sem nudd­ar sér upp við aðra í neðanj­arðarlest­inni,“ var haft eft­ir hon­um í fyrstu yf­ir­lýs­ingu hans við rétt­ar­höld­in. Bætti hann því við að hann væri ekki svona, þetta væru lest­ir sem væru hon­um fram­andi. Dep­ar­dieu, sem er 76 ára, hef­ur leikið í meira en 200 kvik­mynd­um og sjón­varpsþátt­um. Hef­ur hann verið sakaður um óviðeig­andi hegðun af um 20 kon­um en þetta er hins veg­ar fyrsta málið sem fer alla leið fyr­ir dóm­stóla.