Fjölskyldan Gullbrúðkaupi fagnað og látinna minnst í Kotstrandarkirkjugarði. F.v. Sigursveinn, Diljá Sigursveinsdóttir, Jakob Árni Kristinsson, Sigursveinn Valdimar Kristinsson, Ísak Aryan og Madhav Davíð Goyal, Ólöf Jónsdóttir, Steindór Gestsson, Gestur Eyjólfsson, Sigrún Valgerður Gestsdóttir og Ólöf Sigursveinsdóttir.
Fjöl­skyld­an Gull­brúðkaupi fagnað og lát­inna minnst í Kot­strand­ar­kirkju­g­arði. F.v. Sig­ur­sveinn, Diljá Sig­ur­sveins­dótt­ir, Jakob Árni Krist­ins­son, Sig­ur­sveinn Valdi­mar Krist­ins­son, Ísak Ary­an og Madhav Davíð Goyal, Ólöf Jóns­dótt­ir, Stein­dór Gests­son, Gest­ur Eyj­ólfs­son, Sigrún Val­gerður Gests­dótt­ir og Ólöf Sig­ur­sveins­dótt­ir.

Sig­ur­sveinn Krist­inn Magnús­son er fædd­ur 26. mars 1950 í Ólafs­firði og ólst þar upp. Hann gekk þar í barna- og gagn­fræðaskóla.

Hann lærði ung­ur á hljóðfæri er hann dvaldi í fóstri tvo vet­ur hjá Sig­ur­sveini D. Krist­ins­syni móður­bróður sín­um og Ólöfu Grí­meu Þor­láks­dótt­ur konu hans, en Sig­ur­sveinn stýrði þá Tón­skóla Siglu­fjarðar sem hann hafði tekið þátt í að koma á fót í sam­vinnu við stétt­ar­fé­lög­in í bæn­um. Þessi tími á Sigluf­irði og áhrif náms­ins þar urðu til þess að tón­list­in fangaði at­hygl­ina og einkum eft­ir að Magnús bróðir Sig­ur­sveins kom frá námi í Þýskalandi og tók að sér stjórn Tón­skóla Ólafs­fjarðar. Unglings­ár­in ein­kennd­ust af ýms­um dans­mús­íktilraun­um með jafn­öldr­um, frænd­um og vin­um í Ólafs­firði.

Sig­ur­sveinn inn­ritaðist í söng­kenn­ara­deild Tón­list­ar­skól­ans í Reykja­vík árið 1968 og stundaði jafn­framt nám á horn til árs­ins 1971 að

...