
Sigursveinn Kristinn Magnússon er fæddur 26. mars 1950 í Ólafsfirði og ólst þar upp. Hann gekk þar í barna- og gagnfræðaskóla.
Hann lærði ungur á hljóðfæri er hann dvaldi í fóstri tvo vetur hjá Sigursveini D. Kristinssyni móðurbróður sínum og Ólöfu Grímeu Þorláksdóttur konu hans, en Sigursveinn stýrði þá Tónskóla Siglufjarðar sem hann hafði tekið þátt í að koma á fót í samvinnu við stéttarfélögin í bænum. Þessi tími á Siglufirði og áhrif námsins þar urðu til þess að tónlistin fangaði athyglina og einkum eftir að Magnús bróðir Sigursveins kom frá námi í Þýskalandi og tók að sér stjórn Tónskóla Ólafsfjarðar. Unglingsárin einkenndust af ýmsum dansmúsíktilraunum með jafnöldrum, frændum og vinum í Ólafsfirði.
Sigursveinn innritaðist í söngkennaradeild Tónlistarskólans í Reykjavík árið 1968 og stundaði jafnframt nám á horn til ársins 1971 að
...