Borg­ar­ráð hef­ur samþykkt að hefja sölu­ferli á fast­eign Reykja­vík­ur­borg­ar að Gufu­nes­vegi 40. Þetta hús til­heyrði áður áburðar­verk­smiðjunni í Gufu­nesi. Það er illa farið og þarfn­ast veru­legra end­ur­bóta
Gufunesvegur 40 Þetta hús var hluti af Áburðarverksmiðju ríkisins í Gufunesi sem hóf framleiðslu árið 1954.
Gufu­nes­veg­ur 40 Þetta hús var hluti af Áburðar­verk­smiðju rík­is­ins í Gufu­nesi sem hóf fram­leiðslu árið 1954. — Morg­un­blaðið/​sisi

Sig­trygg­ur Sig­tryggs­son

sisi@mbl.is

Borg­ar­ráð hef­ur samþykkt að hefja sölu­ferli á fast­eign Reykja­vík­ur­borg­ar að Gufu­nes­vegi 40.

Þetta hús til­heyrði áður áburðar­verk­smiðjunni í Gufu­nesi. Það er illa farið og þarfn­ast veru­legra end­ur­bóta.

Fram kem­ur í grein­ar­gerð fjár­mála- og áhættu­stýr­ing­ar­sviðs til borg­ar­ráðs að Reykja­vík­ur­borg eigi tvær fast­eign­ir í Gufu­nesi sem hafa verið í út­leigu í nokk­ur ár.

Önnur er 2.668 fer­metra skrif­stofu­bygg­ing sem gert er ráð fyr­ir að Reykja­vík­ur­borg eigi áfram og standa yfir viðgerðir og end­ur­bæt­ur á henni.

Hin er 1.632 fer­metra verk­smiðju­hús sem lagt er til að selja. Fram kem­ur að ástand húss­ins sé

...