Borgarráð hefur samþykkt að hefja söluferli á fasteign Reykjavíkurborgar að Gufunesvegi 40. Þetta hús tilheyrði áður áburðarverksmiðjunni í Gufunesi. Það er illa farið og þarfnast verulegra endurbóta

Gufunesvegur 40 Þetta hús var hluti af Áburðarverksmiðju ríkisins í Gufunesi sem hóf framleiðslu árið 1954.
— Morgunblaðið/sisi
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Borgarráð hefur samþykkt að hefja söluferli á fasteign Reykjavíkurborgar að Gufunesvegi 40.
Þetta hús tilheyrði áður áburðarverksmiðjunni í Gufunesi. Það er illa farið og þarfnast verulegra endurbóta.
Fram kemur í greinargerð fjármála- og áhættustýringarsviðs til borgarráðs að Reykjavíkurborg eigi tvær fasteignir í Gufunesi sem hafa verið í útleigu í nokkur ár.
Önnur er 2.668 fermetra skrifstofubygging sem gert er ráð fyrir að Reykjavíkurborg eigi áfram og standa yfir viðgerðir og endurbætur á henni.
Hin er 1.632 fermetra verksmiðjuhús sem lagt er til að selja. Fram kemur að ástand hússins sé
...