Tals­menn Evr­ópu­sam­bands­ins sögðu í gær að ekki kæmi til greina að aflétta eða breyta refsiaðgerðum sam­bands­ins gegn Rússlandi nema Rúss­ar drægju til baka allt herlið sitt frá Úkraínu án nokk­urra skil­yrða
París Macron og Selenskí funduðu í gærkvöldi í forsetahöllinni í París um mögulegt evrópskt herlið í Úkraínu.
Par­ís Macron og Selenskí funduðu í gær­kvöldi í for­seta­höll­inni í Par­ís um mögu­legt evr­ópskt herlið í Úkraínu. — AFP/​Ludovic Mar­in

Stefán Gunn­ar Sveins­son

sgs@mbl.is

Tals­menn Evr­ópu­sam­bands­ins sögðu í gær að ekki kæmi til greina að aflétta eða breyta refsiaðgerðum sam­bands­ins gegn Rússlandi nema Rúss­ar drægju til baka allt herlið sitt frá Úkraínu án nokk­urra skil­yrða.

Yf­ir­lýs­ing sam­bands­ins kom í kjöl­far þess að Rúss­ar lýstu því yfir að hlé á átök­um á Svarta­hafi, sem bæði Rúss­ar og Úkraínu­menn voru sagðir hafa samþykkt í vik­unni, myndi ekki hefjast fyrr en búið væri að aflétta viss­um refsiaðgerðum á út­flutn­ings­vör­ur Rússa í land­búnaði.

Vilja Rúss­ar sér­stak­lega að öll­um refsiaðgerðum verði aflétt af búnaðarbank­an­um Rosselk­hozbank, en refsiaðgerðir Evr­ópu­sam­bands­ins árið 2022 gerðu það að verk­um að bank­inn var af­tengd­ur hinu alþjóðlega SWIFT-banka­kerfi.

...