„Átakið Töl­um sam­an hefst form­lega í dag, en með því vilj­um við stuðla að vit­und­ar­vakn­ingu um fé­lags­lega ein­angr­un í sam­fé­lag­inu,“ seg­ir Lín­ey Úlfars­dótt­ir, sál­fræðing­ur og verk­efna­stjóri verk­efn­is­ins
Einsemd Félagsleg einangrun hrjáir 10% ungmenna og 25% eldra fólks.
Ein­semd Fé­lags­leg ein­angr­un hrjá­ir 10% ung­menna og 25% eldra fólks. — Ljós­mynd/​Colour­box

Dóra Ósk Hall­dórs­dótt­ir

doraosk@mbl.is

„Átakið Töl­um sam­an hefst form­lega í dag, en með því vilj­um við stuðla að vit­und­ar­vakn­ingu um fé­lags­lega ein­angr­un í sam­fé­lag­inu,“ seg­ir Lín­ey Úlfars­dótt­ir, sál­fræðing­ur og verk­efna­stjóri verk­efn­is­ins. Hún hef­ur ásamt eig­in­manni sín­um Svavari Knúti tón­list­ar­manni ferðast um allt landið og næsta mánuðinn verða aug­lýs­ing­ar í fjöl­miðlum og bæk­ling­ar í boði auk þess sem mikið efni er inni á is­land.is.

„Það er fé­lags- og hús­næðisráðuneytið sem set­ur átakið af stað,“ seg­ir Lín­ey.

Í sér­stakri umræðu um fé­lags­lega ein­angr­un á Alþingi í síðustu viku sagði Inga Sæ­land, fé­lags- og öldrun­ar­málaráðherra, það vera eitt af sín­um „hjart­ans mál­um að vinna gegn þeirri þöglu ógn

...