
Dóra Ósk Halldórsdóttir
doraosk@mbl.is
„Átakið Tölum saman hefst formlega í dag, en með því viljum við stuðla að vitundarvakningu um félagslega einangrun í samfélaginu,“ segir Líney Úlfarsdóttir, sálfræðingur og verkefnastjóri verkefnisins. Hún hefur ásamt eiginmanni sínum Svavari Knúti tónlistarmanni ferðast um allt landið og næsta mánuðinn verða auglýsingar í fjölmiðlum og bæklingar í boði auk þess sem mikið efni er inni á island.is.
„Það er félags- og húsnæðisráðuneytið sem setur átakið af stað,“ segir Líney.
Í sérstakri umræðu um félagslega einangrun á Alþingi í síðustu viku sagði Inga Sæland, félags- og öldrunarmálaráðherra, það vera eitt af sínum „hjartans málum að vinna gegn þeirri þöglu ógn
...