Fjölskyldan Kamilla, Jón Gunnar og Alicja saman að njóta á Lækjartorgi.
Fjöl­skyld­an Kamilla, Jón Gunn­ar og Alicja sam­an að njóta á Lækj­ar­torgi.

Jón Gunn­ar Benja­míns­son fædd­ist 27. mars 1975 á Ak­ur­eyri og ólst upp á Ytri-Tjörn­um í Eyja­fjarðarsveit. Hann lauk grunn­skóla­göngu sinni í Hrafnagils­skóla, var einn vet­ur í MA og síðan í VMA, hóf síðar nám í Leiðsögu­skóla Íslands, þaðan sem hann út­skrifaðist sem leiðsögumaður vorið 2003.

Frá unga aldri hafði hann mik­inn áhuga á leik­list og tók þátt í nokkr­um sýn­ing­um í Frey­vangs­leik­hús­inu. Hápunkt­ur­inn var Kvenna­skóla­æv­in­týrið eft­ir Böðvar Guðmunds­son, sem val­in var áhuga­leik­sýn­ing árs­ins 1995 og sýnd í Þjóðleik­hús­inu af því til­efni. Lék hann þar sveita­pilt­inn Steina sem var hug­fang­inn af kennslu­kon­unni Hrönn. Á hann enda til­veru sína að miklu leyti Kvenna­skól­an­um á Laugalandi að þakka; bæði móðir hans og föður­amma fluttu í gamla Öng­ulsstaðahrepp­inn til að kenna við skól­ann. Haustið 2001 flutti hann til Ála­borg­ar, þar sem hann stundaði mat­reiðslu­nám og aflaði sér dýr­mætr­ar reynslu á

...