„Í sann­leika sagt var það stúlka sem starfaði hér í for­laginu sem spurði mig hvort ég gæti ekki skrifað bók,“ seg­ir Jo Nes­bø, að öll­um öðrum ólöstuðum sá glæpa­sagna­höf­und­ur sem borið hef­ur höfuð og herðar yfir skrif­ara…
Listaskáldið norska Jo Nesbø nýtur gríðarlegra vinsælda sem glæpasagnahöfundur víða um heim og bindur bagga sína allt öðrum hnútum en samferðamenn.
Lista­skáldið norska Jo Nes­bø nýt­ur gríðarlegra vin­sælda sem glæpa­sagna­höf­und­ur víða um heim og bind­ur bagga sína allt öðrum hnút­um en sam­ferðamenn. — Morg­un­blaðið/​Atli Steinn Guðmunds­son

Viðtal

Atli Steinn Guðmunds­son

atli­steinn@mbl.is

„Í sann­leika sagt var það stúlka sem starfaði hér í for­laginu sem spurði mig hvort ég gæti ekki skrifað bók,“ seg­ir Jo Nes­bø, að öll­um öðrum ólöstuðum sá glæpa­sagna­höf­und­ur sem borið hef­ur höfuð og herðar yfir skrif­ara bók­mennta­grein­ar­inn­ar í Nor­egi nán­ast frá alda­mót­um og veitt birtu og gleði – en kannski í rík­ari mæli hinni myrk­ustu mynd af norsku höfuðborg­inni Ósló sem vett­vangi raðmorðingja og blóðsuga – inn í hug­ar­heim glæpa­sagnaunn­enda sem læs­ir eru á þau rúm­lega fimm­tíu tungu­mál sem bæk­ur þessa geðþekka rekstr­ar­hag­fræðings og tón­list­ar­manns frá Ósló hafa birst á.

Nes­bø varð góðfús­lega við beiðni blaðamanns Morg­un­blaðsins um viðtal á glæpa­sagna­mess­unni Krim­festi­valen sem ný­lega lauk í Ósló,

...