
Viðtal
Atli Steinn Guðmundsson
atlisteinn@mbl.is
„Í sannleika sagt var það stúlka sem starfaði hér í forlaginu sem spurði mig hvort ég gæti ekki skrifað bók,“ segir Jo Nesbø, að öllum öðrum ólöstuðum sá glæpasagnahöfundur sem borið hefur höfuð og herðar yfir skrifara bókmenntagreinarinnar í Noregi nánast frá aldamótum og veitt birtu og gleði – en kannski í ríkari mæli hinni myrkustu mynd af norsku höfuðborginni Ósló sem vettvangi raðmorðingja og blóðsuga – inn í hugarheim glæpasagnaunnenda sem læsir eru á þau rúmlega fimmtíu tungumál sem bækur þessa geðþekka rekstrarhagfræðings og tónlistarmanns frá Ósló hafa birst á.
Nesbø varð góðfúslega við beiðni blaðamanns Morgunblaðsins um viðtal á glæpasagnamessunni Krimfestivalen sem nýlega lauk í Ósló,
...