Verði frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytt auðlindagjöld að lögum mun gjaldtaka af uppsjávartegundum miða við verð á uppboðsmarkaði í Noregi. Norskar útgerðir og fiskvinnslur búa þó við allt annan veruleika en þær íslensku

Afkoma í norskum sjávarútvegi hefur verið mjög slök.
— Ljósmynd/Havforskningsinstituttet
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Verði frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytt auðlindagjöld að lögum mun gjaldtaka af uppsjávartegundum miða við verð á uppboðsmarkaði í Noregi. Norskar útgerðir og fiskvinnslur búa þó við allt annan veruleika en þær íslensku.
Í Noregi er ekki heimilt að eiga bæði vinnslu og veiðar og því er allur afli boðinn upp á markaði. Þannig þurfa vinnslur að greiða meira fyrir hráefni en það sem tíðkast hefur í samþættri virðiskeðju á Íslandi, hefur útgerð einnig notið góðs af því að vera fjármögnuð af þeim virðisauka sem verður til við vinnslu með fjárfestingum í nýjum skipum
...