Verði frum­varp rík­is­stjórn­ar­inn­ar um breytt auðlinda­gjöld að lög­um mun gjald­taka af upp­sjáv­ar­teg­und­um miða við verð á upp­boðsmarkaði í Nor­egi. Norsk­ar út­gerðir og fisk­vinnsl­ur búa þó við allt ann­an veru­leika en þær ís­lensku
Afkoma í norskum sjávarútvegi hefur verið mjög slök.
Af­koma í norsk­um sjáv­ar­út­vegi hef­ur verið mjög slök. — Ljós­mynd/​Hav­forskn­ings­instituttet

Gunn­laug­ur Snær Ólafs­son

gso@mbl.is

Verði frum­varp rík­is­stjórn­ar­inn­ar um breytt auðlinda­gjöld að lög­um mun gjald­taka af upp­sjáv­ar­teg­und­um miða við verð á upp­boðsmarkaði í Nor­egi. Norsk­ar út­gerðir og fisk­vinnsl­ur búa þó við allt ann­an veru­leika en þær ís­lensku.

Í Nor­egi er ekki heim­ilt að eiga bæði vinnslu og veiðar og því er all­ur afli boðinn upp á markaði. Þannig þurfa vinnsl­ur að greiða meira fyr­ir hrá­efni en það sem tíðkast hef­ur í samþættri virðiskeðju á Íslandi, hef­ur út­gerð einnig notið góðs af því að vera fjár­mögnuð af þeim virðis­auka sem verður til við vinnslu með fjár­fest­ing­um í nýj­um skip­um

...