Menn­ing­ar- og íþróttaráð Reykja­vík­ur hef­ur samþykkt að hefja vinnu við upp­færslu for­gangs­röðunar í upp­bygg­ingu íþrótta­mann­virkja í sam­ræmi við gild­andi stefnu í íþrótta­mál­um höfuðborg­ar­inn­ar til árs­ins 2030
Laugardalur Eina verkefnið sem lokið er. Gervigrasavellir á Valbjarnarvellinum gamla, sem Þróttarar hafa afnot af.
Laug­ar­dal­ur Eina verk­efnið sem lokið er. Gervi­grasa­vell­ir á Val­bjarn­ar­vell­in­um gamla, sem Þrótt­ar­ar hafa af­not af. — Morg­un­blaðið/​sisi

Baksvið

Sig­trygg­ur Sig­tryggs­son

sisi@mbl.is

Menn­ing­ar- og íþróttaráð Reykja­vík­ur hef­ur samþykkt að hefja vinnu við upp­færslu for­gangs­röðunar í upp­bygg­ingu íþrótta­mann­virkja í sam­ræmi við gild­andi stefnu í íþrótta­mál­um höfuðborg­ar­inn­ar til árs­ins 2030.

Eins og gef­ur að skilja er mik­ill áhugi for­ystu­manna íþrótta­fé­lag­anna á því að fá ný mann­virki fyr­ir sín fé­lög og mik­ill þrýst­ing­ur sett­ur á kjörna full­trúa borg­ar­inn­ar. Mikl­ir fjár­mun­ir eru sett­ir í þenn­an mála­flokk sem sést best á því að fyr­ir fimm árum var síðast for­gangsraðað. Þá voru tal­in upp 18 verk­efni sem áttu að kosta sam­tals tæp­lega 20 millj­arða króna miðað við verðlag þess tíma.

Á fundi menn­ing­ar- og íþróttaráðs hinn 14. mars sl. var kynnt sam­an­tekt um

...