
Baksvið
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Menningar- og íþróttaráð Reykjavíkur hefur samþykkt að hefja vinnu við uppfærslu forgangsröðunar í uppbyggingu íþróttamannvirkja í samræmi við gildandi stefnu í íþróttamálum höfuðborgarinnar til ársins 2030.
Eins og gefur að skilja er mikill áhugi forystumanna íþróttafélaganna á því að fá ný mannvirki fyrir sín félög og mikill þrýstingur settur á kjörna fulltrúa borgarinnar. Miklir fjármunir eru settir í þennan málaflokk sem sést best á því að fyrir fimm árum var síðast forgangsraðað. Þá voru talin upp 18 verkefni sem áttu að kosta samtals tæplega 20 milljarða króna miðað við verðlag þess tíma.
Á fundi menningar- og íþróttaráðs hinn 14. mars sl. var kynnt samantekt um
...