Við kynningu tillagna ríkisstjórnar um tvöföldun veiðigjalda var sagt að miðað væri við að sækja aukninguna til stærstu og fjársterkustu sjávarútvegsfyrirtækja landsins. Þrjú stærstu félögin eru skráð á markað og er fjórðungur hlutabréfanna í eigu íslenskra lífeyrissjóða

Eign Lífeyrissjóðir landsmanna eiga hlut í stærstu útgerðunum.
— Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Við kynningu tillagna ríkisstjórnar um tvöföldun veiðigjalda var sagt að miðað væri við að sækja aukninguna til stærstu og fjársterkustu sjávarútvegsfyrirtækja landsins. Þrjú stærstu félögin eru skráð á markað og er fjórðungur hlutabréfanna í eigu íslenskra lífeyrissjóða. Samanlagt verðmæti bréfanna var í gær 97,8 milljarðar króna.
Samkvæmt gengi hlutabréfa á mörkuðum í gær var verðmætasta sjávarútvegsfyrirtækið í Kauphöllinni Síldarvinnslan hf. og nam skráð verðmæti félagsins rúmlega 154 milljörðum króna. Meðal 20 stærstu hluthafa félagsins eru sjö lífeyrissjóðir og
...