Við kynn­ingu til­lagna rík­is­stjórn­ar um tvö­föld­un veiðigjalda var sagt að miðað væri við að sækja aukn­ing­una til stærstu og fjár­sterk­ustu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja lands­ins. Þrjú stærstu fé­lög­in eru skráð á markað og er fjórðung­ur hluta­bréf­anna í eigu ís­lenskra líf­eyr­is­sjóða
Eign Lífeyrissjóðir landsmanna eiga hlut í stærstu útgerðunum.
Eign Líf­eyr­is­sjóðir lands­manna eiga hlut í stærstu út­gerðunum. — Morg­un­blaðið/​Sig­urður Bogi

Gunn­laug­ur Snær Ólafs­son

gso@mbl.is

Við kynn­ingu til­lagna rík­is­stjórn­ar um tvö­föld­un veiðigjalda var sagt að miðað væri við að sækja aukn­ing­una til stærstu og fjár­sterk­ustu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja lands­ins. Þrjú stærstu fé­lög­in eru skráð á markað og er fjórðung­ur hluta­bréf­anna í eigu ís­lenskra líf­eyr­is­sjóða. Sam­an­lagt verðmæti bréf­anna var í gær 97,8 millj­arðar króna.

Sam­kvæmt gengi hluta­bréfa á mörkuðum í gær var verðmæt­asta sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækið í Kaup­höll­inni Síld­ar­vinnsl­an hf. og nam skráð verðmæti fé­lags­ins rúm­lega 154 millj­örðum króna. Meðal 20 stærstu hlut­hafa fé­lags­ins eru sjö líf­eyr­is­sjóðir og

...