„Við sjá­um mik­inn vöxt netör­ygg­is­ógn­ar enn eitt árið í okk­ar um­dæmi og áhersl­ur árás­araðila eru einkum á hið op­in­bera; stjórn­völd og stofn­an­ir eru skot­mörk þeirra, sér­stak­lega í Norður- og Vest­ur-Evr­ópu

Ólaf­ur E. Jó­hanns­son

oej@mbl.is

„Við sjá­um mik­inn vöxt netör­ygg­is­ógn­ar enn eitt árið í okk­ar um­dæmi og áhersl­ur árás­araðila eru einkum á hið op­in­bera; stjórn­völd og stofn­an­ir eru skot­mörk þeirra, sér­stak­lega í Norður- og Vest­ur-Evr­ópu. Það sjá­um við á gögn­um og grein­ing­ar­tól­um sem við höf­um aðgang að,“ seg­ir Guðmund­ur Arn­ar Sig­munds­son, for­stöðumaður netör­ygg­is­sveit­ar CERT-IS, í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Guðmund­ur Arn­ar er einn frum­mæl­enda á ráðstefnu sem embætti rík­is­lög­reglu­stjóra stend­ur fyr­ir og hald­in verður nú í morg­uns­árið á Hót­el Natura í Reykja­vík. Í er­indi sínu mun hann fjalla um netárás­ir á op­in­ber­ar stofn­an­ir hér á landi og hvaða lær­dóm megi af þeim draga.

Hann seg­ir að hóp­arn­ir sem herji á op­in­bera aðila sem og einkaaðila séu ólík­ir

...