
Ólafur E. Jóhannsson
oej@mbl.is
„Við sjáum mikinn vöxt netöryggisógnar enn eitt árið í okkar umdæmi og áherslur árásaraðila eru einkum á hið opinbera; stjórnvöld og stofnanir eru skotmörk þeirra, sérstaklega í Norður- og Vestur-Evrópu. Það sjáum við á gögnum og greiningartólum sem við höfum aðgang að,“ segir Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður netöryggissveitar CERT-IS, í samtali við Morgunblaðið.
Guðmundur Arnar er einn frummælenda á ráðstefnu sem embætti ríkislögreglustjóra stendur fyrir og haldin verður nú í morgunsárið á Hótel Natura í Reykjavík. Í erindi sínu mun hann fjalla um netárásir á opinberar stofnanir hér á landi og hvaða lærdóm megi af þeim draga.
Hann segir að hóparnir sem herji á opinbera aðila sem og einkaaðila séu ólíkir
...